fbpx

Söfnun fyrir Kvennaathvarfið: Kýlum á það – Stöðvum ofbeldið

Nokkrir frábærir drengir hafa tekið sig saman og stofnað íslensk góðgerðarsamtök, Karma Iceland. Með stofnun samtakanna vonast þeir til að geta látið gott af sér leiða. Fyrsta mál á dagskrá var að setja af stað söfnun fyrir Kvennaathvarfið.

Íí allan desember hefur staðið yfir sala á nælum til styrktar Kvennaathvarfinu. Fyrir ykkur sem vita ekki hvað Kennaathvarfið er þá er það athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Athvarfið er einnig fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun.

1461136_456220644482856_1928884898_n

Nælurnar eru seldar á litlar 500 kr og þær fást á ótrúlega mörgum stöðum….

Joe & The Juice Kringlunni og Smáralind
Hamborgarafabrikkunni
Melabúðinni
Drekanum (Söluturn)
Sólon
Vegamótum
Sjoppunni, klipparastofu
Onix, klipparastofu
Rauðhetta og Úlfurinn, klipparastofa
World Class Laugum
World Class Ögurhvarfi
World Class Seltjarnarnesi
World Class Spönginni
Hamborgarabúllan, Tryggvagötu
Lyfja – Lágmúla
Lyfja – Smáratorgi
Lyfja – Nýbýlavegi
Lyfja – Smáralind
Lyfja – Laugavegi
Apótekið – Garðatorgi
Apótekið – Setbergi
Apótekið – Skeifunni
Apótekið – Hólagarði
Apótekið – Spönginni
Efnalaugin – Mjódd

1452203_454221911349396_1789689732_n

Ég hvet ykkur til að líta við í Mál og Menningu á rölti ykkar um bæinn í kvöld – þar hafa samtökin fengið matgæðinginn og bloggarann Evu Laufey Kjaran til að elda kjötsúpu sem verður seld gestum og gangandi ásamt kaffi kakó og nælunum til styktar Kvennaathvarfinu. Karma Iceland fer rétt að öllu og á öllum stöðum þar sem söfnunin er sérstaklega auglýst er starfsmaður frá Kvennaathvarfinu sem fer með peningamál og tekur við framlögunum.

Screen Shot 2013-12-18 at 5.06.08 PM

Það er þó miklu meira en bara nælurnar og kjötsúpan sem er að skila peningum í þennan verðuga málstað…

  • Ef þið kaupið nælu hjá Joe & the Juice og um leið einn safa þá gefur fyrirtækið 100kr aukalega í söfninuna.
  • Nú stendur yfir Instagram leikur þar sem notendur forritsins eru hvattir til að vekja athygli á söfnuninni með því að birta myndir af fallegum gjörðum og merkja þær með #heimilisast – það þarf ekki að vera meira en að senda inn mynd af þér að knúsa mömmu þína eða að sýna fjölskyldumeðlimum væntumþykju á einhvern hátt. Með því að taka þátt í Instagram átakinu gætirðu átt von á glaðning en verðlaunin eru ekki af verri endanum þau eru meðal annars frá 66°Norður, Bláa Lóninu, Laugar Spa og Joe & the Juice svo eitthvað sé nefnt.
  • Einnig stóð yfir uppboð á landsliðstreyju frá því þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu lék við Króatíu í öðrum umspils leiknum. Treyjan er árituð af öllum leikmönnum íslenska liðsins og lauk uppboðinu á hádegi í dag.

Ég vona að þið sem hafið tök á því styrkið þetta frábæra málefni. Það er svo sannarlega sælla að gefa en þyggja og það á mjög vel við um þessar mundir. HÉR getið þið svo fræðst meira um Kvennaathvarfið og fylgst með því starfi sem fer fram þar. Þar láta starfsmenn einnig vita ef konunum sem leita aðstoðar hjá þeim vantar eitthvað sérstakt.

Það gæti verið líka gaman að lauma svona nælu í einhverja jólapakka og láta þannig viðtakanda pakkans vita að gott málefni fékk styrk í hennar/hans nafni :)

EH

Glaðningur frá Estee Lauder og Smashbox fyrir heppninn lesanda

Skrifa Innlegg