fbpx

Áramótaförðunin og dressið

ÁramótAugnskuggarAuguEstée LauderEyelinerLífið MittlorealLúkkMACmakeupMakeup ArtistMax FactorMaybelline

Eins og lofað var þá sjáið þið hér áramótaförðunina mína sem ég gerði að mestu leyti með vörunum sem ég var nú þegar búin að sýna ykkur HÉR.

Í aðalhlutverki vöru varirnar – beliki liturinn úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC passaði svo ótrúlega vel við kjólinn minn að mér fannst best að förðunin snerist dáldið í kringum hann. Ég notaði alla augnskuggana í pallettunni fyrir utan einn þeirra og setti svo eyelinerlínu með svörtum blautum eyeliner og setti glimmerlinerinn frá MAC yfir hann til að gefa lúkkinu svona smá glimmerfíling – er það ekki nauðsynlegt um áramótin.

Förðunin var bara mjög hófleg hjá mér þetta árið þar sem ég er nú bara í heimahúsi með fjölskyldunni og alveg hætt að skella mér í partý eða á ball. Mér finnst eiginlega bara langbest að eiga rólegt kvöld í heimahúsi helst með gott spil, góðum vinum og nóg af malt & appelsín blöndu :)

Hér sjáið þið förðunina og fyrir neðan myndirnar af henni eru myndir af vörunum og smá lýsing á lúkkinu…

áramót-7 áramót-3 áramót-6 áramót-4 áramót-5

Húð:
Luminizing primer frá Estée Lauder, Serum 2 in 1 farði frá Max Factor, True Match hyljarapenni frá L’Oreal, BB púður frá L’Oreal, Legendary kinnalitur úr Marilyn Monroe línu MAC, Brow Drama litað augabrúnagel frá Maybelline og Colour Precision kremaugnskuggi frá Max Factor í litnum Pearl Beige notaður sem highlighter.

Augu:
Color Tatto augnskuggi frá Maybelline í litnum Permanent Taupe notaður til yfir allt augnlokið sem grunnur, Presh Out augnskuggapalletta úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC, Master Precise eyeliner frá Maybelline, Superslim glimmereyeliner í litnum Cockiness úr hátiðarlínu Rihönnu og MAC og Rocket maskarinn frá Maybelline.

Varir:
Pleasure Bomb varalitur úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC.

Kjóllinn sem ég klæddist er að sjálfsögðu úr Selected en það vissuð þið nú flestar fyrir. Ég er sjúklega ánægð með hann. Litirnir eru svo fallegir og hann minnir smá á litadýrðina sem myndast á himninum um miðnætti á heiðskýru gamlárskvöldi.

Mamman var orðin ansi sjúskuð þegar ég mundi að taka myndir af mér í honum svo ég skelli í aðra myndatöku sem fyrst til að sýna ykkur hversu flottur hann er nú ;)

áramót-30

Ég ákvað nú að vera bara í einföldum sokkabuxum og spariskórnir þetta kvöld voru bara dáldið massívir útiskór. Ég ákvað að skilja hælana eftir heima svo ég gæti nú farið út og sprengt flugelda.

EH

Náðu lúkkinu

Skrifa Innlegg