fbpx

Náðu lúkkinu

AugnskuggarAuguBourjoisGoshLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineNáðu Lúkkinu

Datt í hug að smella í eitt fljótlegt, heimagert náðu lúkkinu fyrir ykkur sem vantar hugmyndir fyrir kvöldið. Ég ákvað að nota liti sem fara lang flestum augum og eru því safe fyrir sem flestar ykkar að nota.

Ég byrjaði á því að setja bara einfaldann grunn yfir andlitið, farða, hyljara, púður, sólarpúður, kinnalit og highlighter svona þetta venjulega bara sem ég nota til að grunna húðina mína á hverjum degi.

Til að gera allt ofur einfallt og fljótlegt – ég elska þannig – þá ákvað ég að nota bara kremaugnskugga í augnförðunina. Aftur ákvað ég að fara í nýju augnskuggana frá Bourjois – þeir eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og ég mæli hiklaust með þeim. Hér sjáið þið hvað þeir blandast fallega saman en ég nota tvo mismunandi liti.

náðulúkkinu3 náðulúkkinu4 náðulúkkinu5

Byrjið á því að grunna augnlokið með hyljara eða farða og setjið svo nóg af púðri. Það er mjög mikilvægt að matta augnlokin vel áður en þið notið kremaugnskugga til að koma í veg fyrir að þeir klessist saman og það myndist línur í augnskugganum.

Byrjið á því að nota bláa litinn, Color Edition 24h, litur: 06 Bleu Ténébreux frá Bourjois. Setjið hann í kringum mið augnlokið og dreifið vel úr honum svo áferðin verði ótrúlega mjúk og jöfn. Hér viljum við helst ná smoky áferðinni sem er áferð sem minnir á reyk sem deyr smám saman út. Ég miða við að augnskugginn deyji út rétt fyrir ofan augnbeinið. Það geri ég til að augnskugginn sjáist. En ég er með þannig augu að þegar ég opna þau þá sjást augnlokin mín bara alls ekki. Ég veit ekki með ykkur en þegar ég fer eitthvað fínt út þá langar mig ekki að þurfa að horfa niður allt kvöldið til að fólk sjái hvað ég er fínt máluð:)

Þið sumsé setjið bláa litinn yfir allt augnlokið nema að þið skiljið í raun og veru eftir miðju augnloksins. Takið þá hreinan bursta og setjið smá af gyllta litnum, Color Edition 24H, litur 02 Or Désir frá Bourjois, á auða svæðið og takið loks blöndunarbursta og blandið litunum saman. Passið þegar þið eruð að blanda litunum að fara ekki með blöndunarburstann of langt inná svæðið þar sem blái augnskugginn er svo að gyllti agunskugginn fái nú aðeins að eiga smá pláss. Setjið svo bláa litinn meðfram neðri augnhárunum.

Ég ákvað að sleppa því í þetta sinn að setja eyeliner á augnlokin þess í stað setti ég hann inni vatsnlínurnar allan hringinn í kringum augun. Ég notaði mjög mjúkan blýant, Master Drama Kohl Liner í litnum Ultra Black, til að gera svarta litinn. Ég nota mjúkan lit til að hann smitist aðeins á húðina í kringum augun og gefi meira dramatískt lúkk á augnförðunina.

Loks setti ég maskara á efri og neðri augnhárin, ég notaði nýja maskarann frá Gosh sem heitir Mascara Alongeant – sem er maskari sem inniheldur serum svo augnhárin vaxa þegar þið notið hann!!! Segi ykkur betur frá honum innan skamms. Sjálf er ég ekki fyrir það að vera með mikinn maskara og mér finnst þetta alveg passlegt. Ef þið viljið meiri maskara þá segi ég bara go for it!

náðulúkkinu6

Með því að ramma svona inn augun og setja smá highlight á mitt augnsvæðið með gyllta litnum látið þið augun ykkar virðast kringlóttari en þau eru.

En svo ég fræði ykkur aðeins um litina þá mun blái liturinn fara ykkur sem eruð með blá og grá augu mjög vel, fyrir brúnu og grænu augun þá er það gyllti tónninn sem mun gera augun ykkar sjúklega flott. Með því að blanda saman litum þá svindlið þið aðeins og getið verið djarfari í litavali svo lengi sem það er að minnsta kosti einn litur í aðalhlutverki sem fer ykkar augum þá eruð þið góðar. Hér eru þetta tveir litir sem deila aðalhlutverkinu. Af því að blái liturinn er með metaláferð en ekki alveg hreinn þá sleppur hann fyrir ykkur sem eruð með græn augu líka :)

Við þetta lúkk setti ég svo bara smá gloss með léttum bleikum lit.

Ég vona að þið getið nýtt ykkur lúkkið – sjálf er ég á leið í brúðkaup og ætla að nota glænýjar snyrtivörur í snyrtibudduni sem ég hef ekki einu sinni snert á. Hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

EH

 

Dótakassi fyrir Duplo kubbana

Skrifa Innlegg