fbpx

Dótakassi fyrir Duplo kubbana

Fyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Ein af afmælisgjöfunum sem Tinni Snær fékk þegar við héldum uppá 1 árs afmælið hans var þessi flotti kassi sem er í laginu eins og risastór Lego kubbur.

Dótakassarnir eru ótrúlega flottir, þeir koma í nokkrum mismunandi stærðum og litum og það er hægt að kubba nokkrum kössum saman ef maður er svo heppinn að eignast nokkra.

Tinni Snær er mikill kubbastrákur og þar af leiðandi fékk hann mikið af Duplo kubbum í afmælisgjöf. Við ákváðum að það væri dáldið skemmtilegt að vera með Duplo kubbana í Lego kassanum þar sem þeir eru jú tegund af Lego kubbum. Reyndar er ástandið orðið þannig að við þurfum eiginlega að eignast fleiri svona kassa því allir kubbarnir komast ekki fyrir :)

lego lego2 lego3 lego4 lego5 lego6 lego7 lego8

Dótakassarnir fást í Epal og þar er mjög gott úrval af stærðum og litum – alla vega síðast þegar ég vissi :)

EH

Tandurhrein húð á nýju ári með besta hreinsimaskanum

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sirra

    5. January 2014

    Nei en skemmtilegt blogg… :D knús gott að þið eruð ánægð með þetta.. en ég er sammála, Eva þarf líka að eignast fleiri svona kassa!

  2. Hófí Magnúsd.

    6. January 2014

    Ótrúlega flottir kassar, ég er einmitt smá leið á þesum pappakössum sem fylgir duplo kubbunum sem dóttir mín hefur fengið. Þarf klárlega að fá mér svona, veistu nokkuð hvað þeir kosta? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. January 2014

      ohh nei því miður. Ég kíkti reyndar á þetta fyrir löngu og mig minnir að stærstu kassarnir sem eru eins og 8 gata duplo kubbarnir hafi verið á um 5 eða 6000… En þau geta eflaust svarað þér inní Epal :)

  3. Auður

    6. January 2014

    Ég ætla að kaupa svona… var einmitt búin að sjá kassann hennar Evu. Núna verð ég að vera eins :)