Reykjavik Fashion Festival verður haldið hátíðlegt í sjötta sinn í marsmánuði. Hátíðin hefur síðastliðin ár styrkst og aukið vægið sitt og er í dag mikilvægur vettvangur fyrir íslenska hönnuði til þess að kynna sína hönnun. Markmið hátíðarinnar er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun sem í henni felst.
Þessir (!) taka þátt á Reykjavik Fashion Festival 2015 … og þið lásuð það fyrst hér.
Sýningarstjóri hátíðarinnar er Wolfram Glatz hjá Ateller Kontrast – Design Agency. Verkefnastjóri RFF 2015 er Unnur Aldís Kristinsdóttir undir stjórn Þóreyjar Evu Einarsdóttur, framkvæmdarstjóra.
Trendnet mun líkt og síðustu ár halda uppi gestahluta á síðunni á meðan á hátíðinni stendur. Meira um það síðar.
Ég hlakka til!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg