REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL

REYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins, loksins er miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin!

Þið sem lesið bloggið mitt hafið eflaust séð 1-2 pósta um þessa hátið, þar með vitiði hversu spennt ég er að fara og sjá hvað allir þessir 6 hönnuðir sem eru að taka þátt, hafa upp á að bjóða í Silfurbergi í Hörpu 23.-25.mars.
Hönnunarmars er á sama tíma sem gerir helgina tvímælalaust mun áhugaverðari og enn meira “must” að fara að sjá og upplifa.

rff4

Til að nálgast miða er hægt að fara inn á harpa.is eða tix.is . Mæli ég eindregið með miðakaupum á þetta festival enda er ég sjálf  búin að næla mér í eitt stykki miða!
Reykjavík Fashion Festval er stærsti tískuviðburður sem er haldinn hérna heima, svo er þetta kjörið tækifæri fyrir tískuunnendur sem og aðra, að koma saman í Hörpu 23.-25. mars nk. og fagna íslenskri og sömuleiðis einstakri tísku.

rff1

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu RFF hér.

Með von um að sjá sem flesta í Hörpu 23.-25.mars(!!)
XX 
Melkorka 

Gæðamerkið Scintilla

HÖNNUN

Scintilla er eitt vandaðasta merki landsins. Næstkomandi helgi mun Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla, sýna fyrstu fatalínu merkisins á Reykjavik Fashion Festival, nánar tiltekið þann 14. mars kl. 16.10 í Hörpu. Lítill fugl hvíslaði því að mér að fatalínan sé ansi smekkleg og því líklegt að Scintilla verði áberandi á RFF í ár. Fatalínan er litrík og grafísk í anda Scintilla en það combo er alveg málið. Lögð verður áhersla á lounge wear og eru flíkurnar að mestu jersey- og prjónafatnaður. Eins er lögð mikil áhersla á gæði og gott organic efni. Ég hlakka rosalega til að sjá fatalínuna en verð því miður að fylgjast með í gegnum internetið þar sem ég verð fjarri góðu gamni.

Scintilla er með breitt vöruúrval og sýni ég eitthvað af því hér að neðan (myndirnar voru fengnar af heimasíðu og facebook-síðu Scintilla). Ef ykkur langar til að sjá vörurnar með berum augum mæli ég með heimsókn í Scintilla sem er til húsa að Skipholti 25.

10167983_1080817238613827_9019753670387299955_n 11042666_1077421772286707_8303899345157933574_n 11046923_1081933128502238_4046835157142855112_n

Hér að ofan má sjá sýnishorn af nokkrum flíkum ásamt treflum en restina fáum við að sjá um helgina á RFF.

10295520_849984785030408_2925046876466480949_o10407066_868297753199111_6599647828656279270_n 10321742_853844074644479_5951800733090688981_o sc Screen Shot 2015-03-12 at 5.10.37 PM


Screen Shot 2015-03-12 at 5.11.49 PM

Það má segja að handklæðin séu í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri. Gæðin leyna sér ekki við viðkomu. Finnst ykkur þau ekki dásamlega falleg? Mig langar mikið til að eignast bleiku eða gulu í nokkrum eintökum. Ég hef alltaf pælt mikið í baðherbergjum enda býr stór hluti fjölskyldu minnar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að vera með falleg handklæði sem og fylgihluti á baðherbergjum. Þið ættuð að sjá baðherbergið hjá ömmu minni, það er draumi líkast. Með Scintilla handklæðunum má því auðveldlega breyta sæmilegu baðherbergi í algjöra dásemd.

kerti sc_kerti scintillakerti

Ilmkertin eru innblásin af einstöku landslagi Vestfjarðanna. Kertin eru lífræn.

64407_667535066608715_677933516_n 333461_471209656241258_191981409_o 601255_595377600491129_1377199150_n 737298_558306947531528_517166577_o 10264183_854430197919200_6174871866049512943_o

Þvílík dýrð sem Fox blanket er. Þess má til gamans geta að Fox blanket er framleitt í Skotlandi á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton. Lífstíðareign sem er vert að setja ofarlega á óskalistann!

Sængurver og pakkningar. Pakkningarnar eru eftir Milja Korpela.

10985259_1071569122871972_9066109910883304385_n

11041663_1077448992283985_6309668263672913360_n

 

Í dag var frumsýnd nýja plakatlínan þeirra í Galleria Reykjavik en hér að ofan má sjá tvö þeirra. Eflaust kannast allir við gömlu plakötin? Ég á eitt sem bíður eftir því að fá ramma utan um sig.

scc

Ef þið eruð jafn hrifin af merkinu mæli ég með að fylgja þeim á facebook og líta á heimasíðuna þeirra.

Kærar kveðjur,

karenlind

RFF: MIÐASALAN ER HAFIN

FASHIONFASHION WEEK

FinalReserve

Miðasala fyrir stærsta tískuviðburð ársins hjá okkur Íslendingum – RFF 2015 er hafin (!)

Eins og áður hefur komið fram eru sex hæfileikaríkir hönnuðir sem sýna hönnun sína á hátíðinni í ár:

11005181_448685405295073_1418780834_n

Trendnet mun halda uppteknum hætti og vera með gestablogg í sambandi við hátíðina í samstarfi við Coke Light. Það blogg fer í loftið núna um helgina (!) Þar munu lesendur fá betri kynningu á hátíðinni og því sem fer fram á bakvið tjöldin. Á tískuhátíðinni höldum við í vanann og “bloggum í beinni” – lesendum verður haldið vel við efnið.

Mér líst rosalega vel á þann hóp hönnuða sem tekur þátt í ár og er spennt að sjá hvað þau munu bjóða okkur uppá. Pressan á Jör eykst með hverju árinu því nú er fólk farið að búast við miklu. Ég bíð einnig spennt eftir Eyland, sem eru nýliðar. Þá eru Magnea og Sigga Maija þekkt fyrir fallega hönnun og Scintilla kemur með sína fyrstu fatalínu. Another Creation er síðan stærsta spurningamerkið í mínum bókum.

Í ár fer hátíðin fram dagana 13. og 14. mars. Föstudagskvöldið samanstendur af tveim sýningum, Jör og Sigga Maija, og á laugardeginum sýna hinir 4 hönnuðurnir. Hægt er að kaupa miða á staka sýningu á 2.990 kr. eða á allan viðburðinn á 11.990 kr.

Miðasalan fer fram á miði.is – HÉR

Pressið á “læk” hér á hliðinni, þið sem ætlið að hitta mig í Hörpu í mars!

Sjáumst þar á RFF 2015 (!)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

RFF: ÞESSIR TAKA ÞÁTT

FASHION WEEKFRÉTTIR

Reykjavik Fashion Festival verður haldið hátíðlegt í sjötta sinn í marsmánuði. Hátíðin hefur síðastliðin ár styrkst og aukið vægið sitt og er í dag mikilvægur vettvangur fyrir íslenska hönnuði til þess að kynna sína hönnun. Markmið hátíðarinnar er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun sem í henni felst.

Þessir (!) taka þátt á Reykjavik Fashion Festival 2015 … og þið lásuð það fyrst hér.

Jör by Guðmundur Jörundsson:10868071_412109595608463_4879609192153316736_n
Scintilla:

Scintilla
Eyland:

EY
Sigga Maija:

Sigga Maija
Magnea :

Magnea Einarsdottir
Another Creation – Ýr Þrastardóttir:

566761

Sýningarstjóri hátíðarinnar er Wolfram Glatz hjá Ateller Kontrast – Design Agency.  Verkefnastjóri RFF 2015 er Unnur Aldís Kristinsdóttir undir stjórn Þóreyjar Evu Einarsdóttur, framkvæmdarstjóra.

Trendnet mun líkt og síðustu ár halda uppi gestahluta á síðunni á meðan á hátíðinni stendur. Meira um það síðar.

Ég hlakka til!

xx,-EG-.

FÓLKIÐ Á RFF

FASHION WEEKFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Það var margt um manninn á Reykjavik Fashion Festival um helgina. Ég var með myndavélina um hálsinn og myndaði smekkfólkið sem lét sig ekki vanta í tískupartýið í Hörpunni.

Hátíðin í heild sinni gekk vel en maður fyllist stolti yfir þeim íslensku hönnuðum sem gáfu allt í sínar sýningar.

Þrátt fyrir að tísku pallarnir veiti manni innblástur þá gera gestir hátíðarinnar það ekki síður.

Fyrri hluta af tveimur fáið þið hér fyrir neðan.

RFF14_22 RFF14_21 RFF14_20 RFF14_19 RFF14_18 RFF14_17 RFF14_16 RFF14_15 RFF14_13 RFF14_12 RFF14_10 RFF14_7 RFF14_4 RFF14_3 RFF14_1
Takk fyrir mig RFF – ég kem klárlega aftur að ári!

xx,-EG-.

LÍFIÐ

FASHION WEEKLÍFIÐTRENDNET

Halló Ísland!
Ég lenti í íslenska rokinu og rigningunni í Keflavík í gær.
… en tók að sjálfsögðu sólina með mér svo þið getið þakkað mér fyrir það ;)

Ástæðan fyrir heimsókninni í þetta skiptið er aðallega vinna, sem er lang skemmtilegust í þessum mánuði á Hönnunarmars. Það verður nóg að gera en Reykjavik Fashion Festival stendur þar hæst, á laugardaginn næsta, 29.mars.

Hitti ég ykkur þar?
Miðasalan er: HÉR

image photo
Ég byrjaði dvölina strax í vinnunni en þeir hjá Tjarnargötunni hafa unnið flott starf í samstarfi við Coke Light og Trendnet vegna Fatahönnunarkeppninnar sem gekk vonum framar.

Pressið endilega á play til að vita meira.

Sjáumst!
xx,-EG-.

VINNINGSHAFAR Í #TRENDLIGHT

DETAILSEVENTSFASHION WEEKIPHONE


photo.PNG

Til hamingju Hjördís með miðana þína tvo á Reykjavik Fashion Festival !
 Makeup skvísan Hjördís merkti sín móment og áhuginn hennar á að komast á hátíðina komst til skila.
Sjáumst fassjóón á því í Hörpunni 29.mars ;-)

Screen Shot 2014-03-10 at 10.01.36 PM

Screen Shot 2014-03-10 at 10.03.56 PMScreen Shot 2014-03-10 at 10.07.42 PM

Screen Shot 2014-03-10 at 10.08.58 PM

Og til hamingju Ásta Johanns, Unnur Láruss, Halla Margrét og Sandra María – Þið getið svalanum þorstanum á ísköldu tízkukóki í boði Coke Light !

 OG Takk kærlega allir sem merktu sín #trendlight móment :-)

x hilrag.

ps.  Endilega haldið áfram að # ykkar móment -Það svo sannarlega borgar sig!

Ps. Vinningshafar – frekari upplýsingar á trendnet@trendnet.is

RFF HÖNNUÐUR: MAGNEA EINARSDÓTTIR

FASHION WEEKFÓLKÍSLENSK HÖNNUNTRENDNET

Ég vil halda áfram að hvetja áhugasama lesendur til þess að senda inn dress í hönnunarkeppni Coke Light í samstarfi við Trendnet og RFF. Til mikils er að vinna og aðalatriðið að þetta er stökkpallur og einstakt tækifæri til að koma hönnun og nafni sínu á framfæri. Umsóknarfrestur rennur út 16. mars og því enn smá tími til stefnu.
Nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Coke Light fékk snillingana í Tjarnargötunni til að búa til myndbönd sem kynna okkur fyrir þeim íslensku hönnuðum sem taka þátt á RFF í ár. Í fyrsta myndbandinu kynnumst við Magneu Einarsdóttur nánar. Ég er sérstaklega spennt að sjá hvað hún býður uppá í Hörpunni seinna í mánuðinum, eins og örugglega fleiri.

Það myndi ekki öllum detta í hug að mixa saman körfuboltamyndum og egypskum múmíum, en það virkaði vel í hönnun Magneu.

Hipp og kúl íslensk hönnun.Ég hlakka til að sjá meira.

#TRENDLIGHT

xx,-EG-.

RFF 2014 MIÐASALA

ÍSLENSKTVIÐBURÐIR

Fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá opnaði miðasalan á Reykjavik Fashion Festival 2014 núna rétt í þessu en hátíðin fer fram samhliða HönnunarMars dagana 27.-30. mars.

Hönnuðirnir sem taka þátt í RFF í ár eru átta talsins:

• Cintamani
• ELLA
• Farmers Market
• JÖR by Guðmundur Jörundsson
• magnea
• REY
• Sigga Maija
• Ziska by Harpa Einars

ziska_1000x4991

Sýningarnar fara fram í Hörpu laugardaginn 29. mars. Miðasalan fer fram á midi.is og harpa.is.

Ég hef sýnt á þremur RFF hátíðum af síðustu fjórum og mæli eindregið með hátíðinni fyrir alla tískuunnendur!

xx

Andrea Röfn