Einn af okkar færustu ljósmyndurum, Baldur Kristjáns, heldur úti skemmtilegu og óvenjulegu myndabloggi á heimsíðunni sinni undir tiltilnum – Projects.
Bloggið veitir manni innblástur og er góð tilbreyting frá þeim bloggum sem eru í netrúntinum. Það er sérstaklega áhugavert fyrir mig því ég hef svo mikinn áhuga á allskonar fólki. Ljósmyndarinn virðist einnig vera samstíga mér í aðdáun á gömlu fólki, myndir af þeim geta sagt okkur svo mikið.
Baldur myndi kannski ekki viðurkenna það, en myndabloggið hans hefur líklega að geyma besta streetstylebloggið í Reykjavík (samkeppnin ekki mikil) – Humans of Skólavörðustígur.
Bloggið semsagt skiptist í fjóra flokka – Humans of Skólavörðustígur, Helgi úrsmiður, Tommy boy og Chevy-inn. Þessir tveir fyrstu eru í uppáhaldi hjá mér og og hér að neðan sjáið þið nokkrar útvaldar …. Helgi úrsmiður bræðir mig.
HUMANS OF SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
HELGI ÚRSMIÐUR
Fleiri myndir getið þið skoðað hér – PROJECTS
Áfram Ísland!
Hlakka til að fylgjast áfram með.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg