fbpx

ÓSKALISTINN: MAÍ

SHOP

 

Afmælismánuðurinn minn, maí, er allt í einu bara búinn! Og jú, ég ætla að halda í vanann og gefa ykkur kauptips í tilefni þess. Það er frábært að heyra að þið séuð að bíða eftir hugmyndalista eins og þessum, takk þið sem hafið verið að senda mér um helgina og minna mig á að birta. Það gefur mér extra pepp við að standa mig í stykkinu. Hér koma mínar óskir fyrir maí mánuð.

1. Bikini! Ég á rosalega mörg sundföt en samt langar mig alltaf í ný. Það er bara eitt af því sem mér finnst gaman að eiga til skiptanna yfir sumartímann. Þessi eru frá H&M. Fást: HÉR

2. Það er nýtt að mig langi í kjól en þennan hef ég haft bakvið eyrað síðan ég mátaði hann í Lindex á dögunum. Minnir mig mikið á Totéme sem er sænskt eðal merki .. bara miklu ódýrari! Fæst: HÉR

3. Ég var svo heppin að eignast loksins fallegt skart frá MAR Jewelry : Fæst: HÉR

4. Talandi um að vera ekki þessi týpiska kjóla kona? Samt með tvo á óskalista í maí mánuði … smekkurinn er kannski eitthvað að breytast? Þessi er auðvitað algjör dásemd, frá Hildi Yeoman. Fæst: HÉR

5. Á meðan þetta er skrifað sit ég með pírð augun úti í síðdegs sólinni. Hefði kannski hentað betur að vera með brillur á nefinu. Þessi týpa (Oval Flat Lenses) frá Ray Ban á eftir að verða trend sumarsins og næsta hausts. Ég þori eiginlega að lofa ykkur því þó þið fussið kannski yfir mér núna. Fást í Auganu í Kringlunni og ég ætla að gera mér ferð þangað um leið og ég lendi á klakanum seinna í vikunni. Og já, ég kem með sólina með mér! Fást: HÉR

6. Þó þetta verk sé á maí listanum mínum þá hefur mig langað í það mun legnur –  eftir Jeanette Getrosts. Þetta Dolce & Gabbana mætti gjarnan hanga inná mínu heimili. Fæst: HÉR

7. Útvíðar buxur sem eru þægindi og fasjón á sama tíma. Moss Reykjavík/Gallerí 17 er með mjög góðar sem mig langar í.
Fást: HÉR

8. Þetta eru sokkarnir sem við eigum að vera í allan júnímánuð. HÚ! Er það ekki? Samstarfsverkefni 66°Norður og unga fatahönnuðarins Arnar Más Jónssonar fór í sölu á dögunum. Þessir sokkar eru hluti úr línunni. Fást: HÉR

9. LOVE LOVE tshirt frá AndreA by AndreA er basic stuttermabolur með skemmtilegum skilaboðum á bakinu. Fæst í hvítu og svörtu og mig langar eiginlega í báða. Er það nokkuð of mikið? Fæst: HÉR

10. LA MER vörurnar hafa slegið í gegn um allan heim og eru hvað þekktastar fyrir það hversu græðandi þær eru. Í lok maí setti sjálf Victoria Beckham mynd af þessari dollu í Instagram story hjá sér og sagði þetta eina af hennar uppáhalds húðvörum. Ef frú Beckham segir það, þá held ég að það sé eitthvað til í því. LA MER fást t.d. í Lyf og Heilsu á Íslandi.

11. Gucci? Nei .. þetta er Shoe Biz Copenhagen .. og þeir fást í GS skóm: HÉR

Það lífgar uppá daginn að leyfa sér að dreyma um nýtt af og til. Algjörlega nauðsynlegt þó það sé líka mikilvægt að átta sig á að auðvitað getum við ekki eignast allt sem okkur langar í ..

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMARKVEÐJUR

Skrifa Innlegg