Færslan er unnin i samstarfi við Bioeffect
Sunnudagur til dekurs? Ég hef svolítið verið að vinna með það síðustu vikurnar þó ég hafi svindlað í dag þegar ég sýndi ykkur maskann á Instagram story – húðin mín þurfti það og það er örugglega ágætt að ég sýni ykkur vöruna áður en við dettum í helgarfrí.
Eins og þið vitið þá á ég mínar uppáhalds vörur frá Bioeffect. Það er því ekki að undra að ég sé búin að falla fyrir nýjustu viðbótinni frá þessu ágæta íslenska húðvörumerki, andlitsmaska sem virkar, svo sannarlega.
Ég fékk fjóra maska að gjöf í byrjun september og er búin að nota þá alla áður en þessi færsla er skrifuð. Nú farið þið samt að hlægja því myndirnar hér að neðan eru ekkert í líkingu við þessa HÉR sem ég sá svo á Instagram aðgangi Bioeffect. Ég á greinilega mikið inni í þessum andlitsmaskamyndum, ég næ þó vonandi að sýna ykkur hvernig varan lítur út og hvernig hún er notið.
Maskinn er tvískiptur (fyrir efri og neðri hluta andlits) og lagður á andlitið eftir að við höfum borið á okkur EGF dropana eða í mínu tilviki EGF Day Serum sem ég nota daglega, hann er hannaður til þess að hámarka áhrif EGF inn í húðina. Getið lesið meira HÉR
Mín byrjun á deginum í dag – sjáið video og spjall HÉR
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg