Talandi um fallegt Ísland á svona dögum. Þá finnst mér ekki síður fallegt Ísland eins og veðrið sýnd sig á tökudegi nýjustu herferðar 66°Norður.
Þetta er ástæða þess hvað ég elska landið mitt mikið. Á sólríku dögunum sýnir náttúran sína fegurstu mynd en í rigningu og roki birtist einhverskonar orka yfir landið sem er erfitt að lýsa – drauma. Skín ágætlega í gegn hér fyrir neðan.
Ég hef áður lýst yfir hrifningu minni á auglýsingum þeirra … og sú er raunin enn á ný.
Myndir: Daníel Freyr
Stílisti: Hulda Halldóra
Fyrirsætur: Jakob Jakobsson og Brynja Jónbjarnardóttir
Auglýsingastofa: J&L
_
Fyrirtækið hefur lengi selt fatnað erlendis en nú í fyrsta sinn ætla þau að opna sína eigin 66°Norður verslun utanhafs. Sú búð verður opnuð á Sværtegade 12 á besta stað í Kaupmannahöfn. Stefnt er að því að opna snemma í næsta mánuði samkvæmt myndinni hér að neðan.
Sjálfur Baltasar Kormákur auglýsir í glugga verslunarinnar fram að opnun – kúl!
Áfram Ísland! Mér leiðist ekki að nota þau orð.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg