fbpx

NÝ HERFERÐ 66°NORÐUR

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

Talandi um fallegt Ísland á svona dögum. Þá finnst mér ekki síður fallegt Ísland eins og veðrið sýnd sig á tökudegi nýjustu herferðar 66°Norður.
Þetta er ástæða þess hvað ég elska landið mitt mikið. Á sólríku dögunum sýnir náttúran sína fegurstu mynd en í rigningu og roki birtist einhverskonar orka yfir landið sem er erfitt að lýsa – drauma. Skín ágætlega í gegn hér fyrir neðan.

_H9B9537 _H9B0007 _H9B0080 _H9B0104 _H9B0315 _H9B0491 _H9B0944 _H9B0997 _H9B9528 _H9B9789
Ég hef áður lýst yfir hrifningu minni á auglýsingum þeirra … og sú er raunin enn á ný.

Myndir: Daníel Freyr
Stílisti: Hulda Halldóra
Fyrirsætur: Jakob Jakobsson og Brynja Jónbjarnardóttir
Auglýsingastofa: J&L

_

Fyrirtækið hefur lengi selt fatnað erlendis en nú í fyrsta sinn ætla þau að opna sína eigin 66°Norður verslun utanhafs. Sú búð verður opnuð á Sværtegade 12 á besta stað í Kaupmannahöfn. Stefnt er að því að opna snemma í næsta mánuði samkvæmt myndinni hér að neðan.

OHY5hq6OWf25Xs5j4AoDtuM9nHREOtd5IzIuDRyYM2g,DvwErrKvTfz1JxCv4MeIHUMm5j92SQHwYhqT1g3k2zY
Sjálfur Baltasar Kormákur auglýsir í glugga verslunarinnar fram að opnun – kúl!

Áfram Ísland! Mér leiðist ekki að nota þau orð.

xx,-EG-.

FRIDA GUSTAVSSON: "Magical Iceland"

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sunna

    29. October 2014

    Hafa reyndar áður verið með búið á Nörrebro í Kbh..

    • Elísabet Gunnars

      29. October 2014

      Já ertu viss? :)
      Ég fékk það staðfest að þetta væri fyrsta “alvöru opnun” fyrir utan versanir sem hafa verið starfrækar nálægt verksmiðjum þeirra. Kannski er það ekki rétt.

  2. Bjarki

    29. October 2014

    Hæ Elísabet – flottar myndir
    66 var með verslun úti fyrir nokkrum árum – á Ravnsborg Tværgade – keypti húfu og vettlinga þar :)
    kveðja í sólina

    • Elísabet Gunnars

      29. October 2014

      Ah .. einmitt :)
      Rétt skal vera rétt.

  3. Elísabet Gunnars

    29. October 2014

    Réttar heimildir hjá þér Sunna:

    66°North Iceland (Fashion), Ravnsborg Tværgade 3B.

    Þetta er þá ekki fyrsta … En þetta er spennó!