fbpx

NÚ MEGA JÓLIN KOMA …

KONUR ERU KONUM BESTAR

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL 3 fór fram úr björtustu vonum og það er þér að þakka! TAKK fyrir að hafa mætt í Hafnafjörðinn á haustdögum, þó að þú hafir þurft að standa í röð til að komast að. Harpan 2020? Djók ..


KEKB: Paldís, AndreA, Rakel & Nanna .. og röðin

Það voru fimm jólakonur sem gengu glaðar inn í Krabbameinsfélag Íslands á föstudagsmorgun með ávísun upp á  3,7 milljónir að afhenta Krafti. Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. TAKK til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu  þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin. Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki  að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af  sér leiða og  gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem  þarna er unnið.

Þykir svo vænt um þessar konur .. hér með Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra KRAFTS.


Hvað er KEKB?

Verkefnið Konur Eru Konur Bestar stendur fyrir samstöðu kvenna og minnir okkur á að vera hvorri annarri góðar inn og út á við og á öllum lífsins sviðum. Þannig komumst við allar miklu lengra .. Kunnum að samgleðjast, hrósum, verum næs  og  lyftum hvor annarri upp. Það er pláss fyrir okkur allar til að blómstra og við blómstrum best með jákvæðni að leiðarljósi.
Neikvæðni og slæmt umtal er því miður daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

2017 – gáfum 1 milljón í Kvennaathvarfið
2018 –
 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
2019 – 3,7 milljónir til KRAFTS

MUNUM AÐ ..  LÍFIÐ ER NÚNA.

Viltu fjárfesta í perluarmbandi í jólapakkann? Fæst: HÉR

Jólaknús x

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: BÆ ÍSLAND

Skrifa Innlegg