MJ YFIRGEFUR LOUIS VUITTON

FÓLK

Góðvinur minn, Marc Jacobs, mun hætta starfi sínu sem listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton. Marc hefur starfað fyrir vörumerkið frá árinu 1997, en fréttin kom í kjölfar sýningar LV á Paris Fashion Week. Ástæðuna segir Marc vera að hans eigin fyrirtæki sé á leiðinni á markað og hann muni einbeita sér að því. Á þessum 13 árum hefur LV orðið að einu stærsta og áhrifamesta vörumerkinu í heimi tískunnar og því verður hans líklega saknað.

Slúðrið segir að Nicholas Ghesquiere, fyrverandi listrænn stjórnandi hjá Balenciaga, muni taka við starfinu af Marc.

mj2 mj

Á myndunum gengur hann LV pallinn í síðasta skiptið. Fyrir klukkutíma síðan þegar að þetta er skrifað.
En ég fékk myndirnar að láni frá Instagram.

xx, -EG-

TRENDNET BY ALDÍS PÁLS

Skrifa Innlegg