fbpx

MÍNIMALÍSKT Í DESEMBER

MAGAZINESHOPSTELDU STÍLNUM

Hátíð ljóss og friðar nálgast með öllum herlegheitunum sem fylgja. Tími sem við eigum að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Í ár virðist jólastemningin ætla að verða mínimalísk og má ætla að klæðnaðurinn fylgi í kjölfarið. Ég fór yfir málin í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Minimaliskt

Aðeins tveir dagar eru í fyrsta sunnudag í aðventu. Framundan er tími sem gefur okkur fjölmörg tækifæri á að klæðast okkar fínasta pússi. Sumir taka því fagnandi á meðan aðrir stressast við tilhugsunina – ,,Í hverju á ég að vera?”.
Lúkkið liggur í smáatriðunum þessi jólin. Það eru þessi litlu atriði sem geta fullkomnað mínímalískan hátíðarklæðnað. Hvort sem það er fallegt hálsmen, eyrnalokkar, taska, skór eða annar fylgihlutur sem þarf ekki að vera svo eftirtektarverður, en er þýðingarmikill fyrir heildarmyndina. Jafnvel réttur varalitur eða hárgreiðsla getur skipt sköpum.
Förum vel yfir fataskápinn og skoðum hvað þar er að finna. Leðurbuxur, góður blazer, hvítar skyrtur, svartur kjóll í klæðilegu sniði – allt eru þetta flíkur sem við eigum margar hverjar hangandi fyrir framan okkur nú þegar og því um að gera að hugsa út fyrir boxið í nýtingu þeirra. Þannig komumst við upp með að nota sama dressið í vinnuna og í jólaglöggið sama kvöld. Fyrir fínni tilefni pörum við dressið saman við réttu fylgihlutina og þá erum við komin með lúkkið sem við leitum eftir – minna er meira.
Ef við viljum bæta einhverjum nýjum desemberflíkum í safnið þá skulum við fylgja sömu ráðum. Finnum látlausar og vandaðar flíkur sem hægt er að klæða upp og niður eftir því hversu hátílegt tilefnið er. Flíkur sem búa yfir sérstökum sjarma með smáatriðum sem halda athygli eigandans til lengri tíma. Það getur verið sérstakt efni eða áferð, skarpur kragi, skart eða skópar. Smáatriði sem gera flíkina einstaka í samanburði við aðrar í þessum hafsjó af úrvali sem verslanir bjóða uppá.

Á meðfylgjandi myndum má sjá betur hvað undirrituð á við. Minimaliska hátíðar-lúkkið, þó með smá jólaskrauti í aukahlutum.

smaatridi
Skart skiptir sköpum –
MaryKate
Í bómbullarbol í boðið –
COS
 Basic er best –
Hermesfw14
Hermés: Svartur blazer við látlaust hálsmen og vasaklút –
ElinKling1
Elin Kling veitir innblástur –
Ódýrar kauphugmyndir af einföldu dressi finnið þið hér að neðan. Allt vörur sem kosta minna en 10.000 isk. Flestar á betra verði í dag á svörtum föstudegi.
mini
Hálsmen: Eyland, Einvera: 8.990isk, Hattur: Vila: 8.990isk, Pleðurbuxur: F&F: 5.910isk, Stuttermabolur: Moss, G17: 4.995isk, Pallíettuveski: Lindex: 3.995isk, Satin blazer: Lindex: 9.995isk, Varalitur: Loréal, Hagkaup: 2.919isk

Gleðilega aðventuhelgi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HANDTASKAN INNIHELDUR ..

Skrifa Innlegg