Það má með sanni segja hinn svokallaði “Bucket” hattur sé búinn að vera eitt af trendum sumarsins. Hatturinn er ekki aðeins til að halda sólinni frá augunum heldur ýtir hann aðeins undir “kúlið” á lúkkinu hverju sinni. Hvort sem það er kjóll, hælar eða sneakers þá hefur þessi ágæti fylgihlutur einhvern veginn virkað vel með flestu. Á mínu heimili er það Alba, heimasætan, sem hefur fylgt trendinu hvað mest þetta sumarið með því að stelast í skúffurnar hjá mér og Gunna sem eigum sitthvorn hér heima.
Tískuvikur geta selt manni ýmislegt og í þessu tilviki var það Baum UND Pferdgarten sem lét mig langa í nýjan bucket hatt. Þau sýndu þessa nýju útgáfu á tískupöllunum í Kaupmannahöfn í gær – ég er með þennan hatt á heilanum …
Þetta bucket snið er einhvernveginn meira classy og þau komast upp með það með því að hanna hattinn í þessu seethrough stífa efni sem lúkkar svo vel að mínu mati (afsakið ensku sletturnar!).
Hér sjáið þið þennan ágæta fylgihlut í nokkrum litum:
Baum und Pfergarten SS20
Vonandi fáum við þessa í sölu heima á Íslandi .. ég krossa fingur.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg