Mary Poppins er flottasta sýning sem að ég hef séð en við mæðgur ásamt frænkum skelltum okkur á þetta frábæra show í gærkvöldi.
Ég naut mín ótrúlega vel. Sagan er yndisleg, sviðsmyndin til fyrirmyndar, búningarnir, fólkið og orkan á sviðinu – vá!
Dóttir mín var með stjörnur í augunum út í gegn – þó sérstaklega yfir honum Góa sem að hún var svo heppin að fá að hitta eftir sýninguna.
Þögn í salnum eftir einleik Berts.
Alban: ,,Mamma, hann heitir samt Gói” –
*gullmóment*
Ég: Jakki: SecondHand, Bolur: SecondHand – bæði úr Spútnik.
Alba: Skyrta: Monoprix, Buxur: H&M
Ég hvet sem flesta til að kíkja á sýninguna, ekki spurning!
Takk fyrir okkur.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg