Þessar hafa verið á nefinu á mér síðustu vikur … reyndar þangað til í gær þegar fór að snjóa á okkur hér í sænska. Ég veit að það er sólríkt á Íslandi og því pósturinn vel við hæfi í birtingu inn í helgina. Þessi fínu kisu-gleraugu keypti ég í Monki fyrir ekki svo löngu síðan. Ég mátaði fyrst sambærileg sem kostuðu 25.000 íslenskar krónur (voru á óskalistanum mínum í janúar: HÉR) áður en ég rakst á þessi sem kostuðu rétt rúmlega 2000 krónur – og ég get svo svarið það að þessi ódýrari virkuðu betri – ekki bara lúkkið heldur líka gæðin – við sjáum svo til hversu vel þau munu halda. En ódýr kaup geta svo sannarlega glatt því þessi verða notuð í allt sumar, í bland við önnur.
Sólgleraugu: Monki
Það má líka nota sólgleraugu í snjó … sjá HÉR haha.
Góða helgi til ykkar ♡
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg