Oh eins og þið vitið þá elska ég elska ég Loppemarket laugardaga. Þeir eru mismunandi eftir löndum og hér í Danmörku eru markaðirnir ansi góðir. Þegar við bjuggum í Frakklandi þá fórum við hvern einasta laugardag á svona rölt og þar var maður að skoða allt öðruvísi hluti. Ég bloggaði mjög oft um frönsku markaðina undir Le Marché ef þið googlið gamalt efni hér á Trendnet ..
Á meðan ég drekk sunnudags morgunbolla númer tvö þá hugsa ég ennþá til blóma sólbekkjar sem varð á vegi mínum í gær. Þessi kaffibolli hefði örugglega verið miklu betri ef ég sæti í þeim ofur krúttlega stól hér í garðinum mínum. Það var smá vesen að ég heillaðist af bekknum á eyju og hefði því þurft að dröslast með hann á bát svo ég lét það vera … en sé smá eftir því. Það er eitthvað svo rómantískt við margt sem var hannað “í gamla daga” … þennan myndi ég til dæmis ekki finna í IKEA eða Húsasmiðjunni. Eða hvað?
Það kom samt eitthvað með mér heim .. spottið þið bláa pokann?
Ég vona að þið eigið dásamlegan sunnudag áður en ný vinnuvika byrjar á morgun, ég ætla að njóta í botn.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg