UPPFÆRT:
Takk fyrir frábær viðbrögð við gjafaleiknum. Með hjálp random.org fann ég þann heppna. Gleðilegan föstudag Arna Margrét Johnson en þú varst dregin úr pottinum að þessu sinni. Stan Smith í stærð 38 er gjöf til þín inn í helgina.
Takk fyrir að taka þátt og takk fyrir að lesa bloggið.
Happy shopping! xx
Það hlaut að koma að því (!)
… Stan Smith verða nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég hef mikið rætt um þá síðustu tvö árin, eða síðan Marc Jacobs klæddist þeim í London hérna um árið: HÉR. Einhverju síðar urðu skórnir titlaðir “trend” í annarri færslu á blogginu hjá mér: HÉR
.. svo það má segja að ég sé búin að vera ansi dugleg að dreifa boðskapnum síðan snemma á árinu 2013 – voðalega líður tíminn hratt.
Ég er samt ekki hætt –
Eftir mikla bið eru þeir nú loksins mættir á klakann (!) Áður hafa þeir fengist í herrastærðum en nú eru þeir í fyrsta sinn að koma í sölu fyrir okkur dömurnar – við fögnum því!
Ég skellti mér á Adidas Superstar í þetta skiptið þar sem ég á Isabel Marant sneakers(þarf að sýna ykkur þá fljótlega) sem eru ansi líkir Stan Smith. Superstar eru endur útgefnir á árinu í upprunalegri mynd – 80’s.
Þó að ég hafi fengið mér Superstar þá er ég alveg jafn hrifin af Stan Smith en bæði dóttir mín og unnusti eiga einmitt þannig. Ég smellti af mynd en hann er auðvitað í sínum, eins og alltaf –
Báðar týpurnar eru að lenda á morgun í Kaupfélaginu/Skór.is og í tilefni þess verður blásið í partý í Smáralind.
Dokið nú örlítið við og lesið hvað kemur næst á eftir …
… Ég ætla að gefa heppnum lesanda par!!
LEIKREGLUR:
1. Deildu þessari færslu með hnappnum nirði til hægri.
2. Skrifaðu komment um hvort þú viljir Stan Smith eða Superstar + skónúmer (Mitt komment: Superstar 36)
3. Fylgstu með MÉR eða TRENDNET á Facebook (Ekki skilyrði)
Ég dreg út úr kommentum á föstudagsMORGUN!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg