fbpx

LITAKORT BYKO – BASIC ER BEST

BETA BYGGIRHOMESAMSTARF

 

Ný og fersk málningadeild hefur opnað í Byko Breiddinni, ég  mæli með heimsókn! Þar má þessa dagana fá liti úr persónulegum litaspjöldum, meðal annars frá undirritaðri. Þetta verkefni kom til mín á hárréttum tíma og ferlið hefur verið einstaklega skemmtilegt.

LESIÐ LÍKA:  BETA BYGGIR

 

Þegar ég bjó til litaspjaldið fannst mér lykilatriði að búa eingöngu til liti sem ég myndi sjálf velja á mína veggi. Ég vann út frá setningunni Basic er best, mantra sem ég hef í gegnum tíðina miðlað til ykkar hér á blogginu. Ég hrærði því saman mína liti með áherslu á einfaldleikann og er afskaplega ánægð með útkomuna, hún er jú nokkuð basic, nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Hvítur eða Hvítur? 

Mig grunaði ekki hversu erfitt væri að velja hvítan lit þegar ég fór af stað að velja málningu fyrir nýja heimilið okkar. Fyrsta ferðin í litavali á veggina var því þrautinni þyngri, verkefnið var að finna hinn “fullkomna” hvíta lit með smá tón. Eftir ótal ferðir og litaprufur vonast ég til að hafa auðveldað ykkur þennan þátt. Með góðri hjálp frá Einari, frábærs starfsmanns Byko á Granda, fundum við tvo fallega hvíta liti, annar með brúnum tón og hinn gráum. Ég mæli því með að taka prufur af  Hvítur Svanur (brúnn tónn) eða Hvítur léttskýjaður (grár tónn) áður en þið prufið nokkuð annað ;)

Í litakortinu vann ég út frá skjannahvítum glans sem teygir sig í tvær áttir – brúna og gráa. Mildir og fallegir litir sem ég myndi velja á veggina heima hjá mér og tóna eintaklega vel við hvítan glans á t.d. gluggum eða listum. Út frá þessum hvítu tónuðu litum skapaði ég einnig sterkari á sömu nótum. Kaffi með klökum er uppáhalds blandan mín þar sem innblásturinn kemur að sjálfsögðu frá Sjöstrand morgunbollanum mínum. Grár hversdagsleikinn er síðan í sama takti en í grárri átt.

Fyrir þá sem vilja örlítið meiri liti í lífið þá náðum við að skapa hinn fullkomna ljósbláa lit úr uppáhalds vintage gallabuxunum mínum og kölluðum hann 501 Blár. Samhliða skapaði ég Fanø grænan, sem dregur nafn sitt af danskri eyju sem ég sakna svo – þar eru fallegir litir hvert sem auga eygir og ég er svo ánægð með þennan tón sem við náðum í græna litnum. Ég ætla að finna góðan stað fyrir litinn á mínu heimili.

 

EG LITASPJALD FYRIR BYKO

Hvítur hvítur (listar – gluggar – glans) – nafn á lit: Kópal perlulakk 80 

Hvítur svanur
Hvítt er ekki það sama og hvítt, ég komst að því þegar ég hófst handa við að velja hinn fullkomna hvíta lit á alrýmið heima hjá mér. Nafnið sem ég vel á litinn kemur frá svana fjölskyldu sem ég fylgdist svo vel með á hálftíma hringnum mínum á hlaupum í Danmörku. Fólk sem fylgir mér á IG veit vel um hvaða fjölskyldu ræðir.
Þetta er hvíti liturinn sem ég mæli með sem fyrstu prufu á vegginn heima hjá þér, ég held að þú verðir ekki svikin. Þó liturinn sé hvítur þegar heildin er skoðuð þá er smá hlýlegur tónn í honum sem ég er svo ánægð með.

Hvítur léttskýjaður
Klassískur hvítur litur með gráum og kaldari tón. Fyrir þá sem vilja leggja leið sína í átt að gráum lit frekar en brúnum.

Kaffi með klökum
Kaffi með klökum er innblásin af lit sem við vorum með í stofunni okkar í Danmörku og fylgjendur mínir spurðu endalaust um. Við fórum þó í aðeins dempaðri útgáfu af honum sem heppnaðist frábærlega. Við völdum hann á herbergin okkar á nýja íslenska heimilinu. Liturinn minnir á gott ískaffi með mjólk og klökum. Þó ég hafi valið að mála herbergin með honum þá er hann einnig kjörinn á stofu eða alrými.

Grár hversdagsleiki
Nafnið? Já ég veit, haha  .. en ég lofa að hann er æði og einmitt frískar upp á gráu dagana.
Grár hversdagsleikinn er tímalaus og klassískur litur sem passar einstaklega vel á móti hvítum léttskýjuðum. Liturinn gefur fallegan kaldan tón sem margir leita eftir í vali á veggi heimilisins. 
501 blár 
Liturinn er unnin út frá uppáhalds Levis vintage buxunum mínum. Þetta er ljósblár litur sem er ekki of væminn (mér fannst það mjög mikilvægt!) heldur nær dýpt sem lifir lengi – passar vel í barnaherbergið en líka í eldhúsið, það mun koma ykkur á óvart. Mér finnst 501 blár passa einkar vel á móti litnum Súkkulaði úr litalínu Andreu.

 

Fanø grænn 
Þeir sem hafa fylgst með mér lengi vita að ég tók ástfóstri við litlu rómantísku eyjuna Fanø sem var staðsett stutt frá danska heimilinu mínu. Litapallettan í náttúrunni þar var einstök og í rauninni efni í heilt litaspjald. Þessi græni var mikilvægur að mínu mati að hafa með. Ég er svo glöð hvað við náðum honum góðum – ólífugrænt en samt eins og íslenski mosinn.

HÉR MÁ FINNA ALLAR UPPLÝSINGAR UM LITAKORTIÐ MITT HJÁ BYKO

Hlakka til að fylgja þessu skemmtilega verkefni eftir. Merkið mig endilega á Instagram ef þið veljið liti úr kortinu á ykkar heimili, myndi gleðja mig mjög að fá að fylgjast með því. Léttir og réttir tónar fyrir mismunandi svæði heimilisins.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: FRIYAY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    1. September 2021

    Vá vá vá 🤩🤩🤩