Góðan daginn !
Þegar að eg kom heim frá Stokkhólmi fylgdu mér flíkur úr línu MW fyrir Lindex. Þessi uppáhalds bolur sem og krúttlegur prinsessukjóll á Ölbuna(Hún var í skýjunum!).
Í dag kemur línan í fyrstu verslanir og verður Ísland ekki seinna í því en Svíarnir heldur byrja sölu á fatnaðnum á sama tíma.
Flíkurnar hér að neðan eru mínar útvaldar, uppáhalds úr línunni.
Línan er unnin í samstarfi við Bleiku slaufuna og mun hluti af sölunni renna til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini.
Það er alltaf einhver sem að þekkir einhvern sem að greinst hefur með brjóstakrabbamein og því skiptir hver króna máli inn í þarft félag með marga sjúklinga.
Ef að fatalínunan er ekki ykkar tebolli þá lofa ég ykkur að allir geta notað bleika armbandið sem að var sérstaklega hannað fyrir þetta fallega málefni – hlutlaust og passar við hvað sem er. Í fyrra var hannað samskonar armband með Missoni en eftir að sölu lauk gaf Lindex félaginu rúma 1,1 milljón króna.
Ég á eitt slíkt og þegar að ég horfi á það á úlnliðnum finn ég að ég gerði eitthvað rétt með kaupunum. Ég ætla að kaupa fleiri, í gjafir og mæli með að allir geri slíkt hið sama.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg