fbpx

LINDEX OPNAR NETVERSLUN

SHOP

Ég vaknaði við góðar fréttir frá vinum mínum í Lindex þennan daginn sem nú ætla að opna á netverslun fyrir landsmenn alla. Mér finnst tilvalið að deila fréttunum í bloggi dagsins enda er ég sjálf, og sérstaklega eftir að ég varð móðir, mjög dugleg að versla á netinu bæði fyrir mig og ungana mína. Nú síðast pantaði ég þessi fínu Lindex föt á Manuel minn þegar ég fór á milli netverslana og græjaði haustklæði á gengið – þægindin uppmáluð að fá flíkurnar keyrðar upp að dyrum nokkrum dögum síðar og hentar vel fyrir upptekið fólk sem situr hvort sem er við tölvuna í vinnu.

Nú fyrst verður auðvelt að versla úr sófanum! Til hamingju með þetta sænsku snillar. Netverslunin opnar klukkan 12:00 á íslenskum tíma. Á sama tíma og þessi póstur er tímastilltur ;)

Þessar flíkur eru á mínum óskalista fyrir haustið. Allt sem er rautt rautt finnst mér vera fallegt og ég hefði getað valið svo miklu miklu fleiri flíkur til að setja hér að neðan en þetta er topp 10 listinn.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT HJÁ VOLT

Skrifa Innlegg