Það er sólahringur frá því að ég sat föst við sjónvarpsskjáinn og fattaði fyrir alvöru hvað COVID-19 væri alvarlegt ástand. Hér í Danmörku hefur öllu skólastarfi verið aflýst, opinberri þjónustu hefur verið lokað og samkomubanni komið á næsta hálfa mánuðinn. Skólar, leikskólar, íþróttahús, bókasöfn, ræktin, verslanir, … og við gætum haldið áfram.
Frá og með á mánudag verður allt þetta og meira til pásað í 2 vikur. Landið er lamað og við sem búum hér finnum svo sannarlega fyrir því, skrítnir tímar .. <3
Afþví að neyðarfundurinn fór í loftið eftir að Gunnar Manuel var sofnaður í gærkvöldi, þá þurfti ég að reyna að útskýra hlutina aðeins þegar hann vaknaði í morgun. Ég sagði honum að það væru margir veikir og þessvegna yrði leikskólinn hans lokaður næstu tvær vikurnar, ég heyrði strax að hann skyldi alls ekkert ástandið og það er bara allt í lagi. Mér finnst svo fallegt að lifa mig í gegnum barnslega eðlið hans á þessum erfiðu tímum – Ef þau skilja að við eigum að þvo okkur vel um hendur og halda okkur heima í kósý meira en vanalega þá er það bara í góðu lagi að mínu mati. Eitt mömmu tips sem ég hef séð víða síðustu daga: margir foreldrar eru að vinna með það að láta börnin syngja lag á meðan þau eru með hendurnar undir vatninu – þannig vita þau sirka hversu lengi þau þurfa að þrífa sýklana – finnst það sniðugt.
Það er svo fallegt hvað smáfólkið okkar gerir sér litla grein fyrir ástandinu sem við búum við þessa dagana. Elskum, virðum og verum – ef við hjálpumst að og förum eftir settum reglum hvað varðar hreinlæti og inniveru þá líður þetta erfiða ástand vonandi hratt yfir. Einn dag í einu ♥️
Ég hlakka til að útskýra árið 2020 fyrir mínum manni þegar hann verður eldri – saga sem við vitum ekki endirinn á núna en ég veit að hún endar vel.
Danmörk dagur 1/xxx í samgöngubanni gekk vel. Áfram gakk.
Ég deildi þessu hamingjusama myndbandi frá deginum á IG fyrr í kvöld –
// He has no clue why he couldn’t go to the kindergarden today ? but he’s happy and that makes me happy.
Hope you had a good day.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg