Páska helgin var hin ljúfasasta…
– Heimaleikur hjá mínum á skírdag þar sem að minn maður stóð fyrir sínu og rétta liðið vann
– Árlega verð ég jafn væmin þegar að dóttir mín á afmæli. Nú eru liðin fjögur ár og mér finnst það mjög fullorðins að vera mamma fjögurra ára barns. Eiginlega alveg ótrúlegt.
– Það var árleg páskaeggjaleit og át í kjölfarið.
– Sunnudags brunch-inn var extra notalegur.
– Páskadags hlaup var nauðsynlegt.
– Og páskadagsdinner var rómantískur.
– Ég sýndi metnað í náminu sem að ég þykist vera að stunda en reyni að halda ykkur utan við.
– Yfir heildina voru margar góðar samverustundir með fjölskyldunni sem að loksins átti fríhelgi saman í franska landinu.
Góð löng helgi .. Styttist í þá næstu.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg