fbpx

LANGAR: JÓL Í NORR11

FASHIONLANGAR

Desember er mánuður árs og friðar … en líka viðburðamánuðurinn mikli. Ég hef ekki undan að fylgjast með hvað er að gerast í verslunum landsins en margt spennandi hefur verið á dagskrá síðustu vikur og það á bara eftir að færast í aukana fram að jólum. Mér finnst synd að missa af mörgu sem boðið er uppá og í þessum skrifuðu er ég leið yfir Jólapartýi Norr 11 sem haldið verður 1 desember á Hverfisgötu.
Þar verður tvennt sem fer í sölu í takmörkuðu upplagi – og mig langar mjög í bæði!

Guðrún Helga Kristjánsdóttir, GUDRUN,  vinkona mín mun í fyrsta sinn selja hönnun sína en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í vor með tryllta útskriftalínu. Ég er ekki ein um að langa í draumaflíkurnar fögru. Fyrst um sinn verða tvær yfirhafnir í sölu og koma í mjög takmörkuðu upplagi. Báðar flíkurnar eru framleiddar á Íslandi úr íslenskum mokkar og hágæða ull. Mikil áhersla á smáatriði og gæði efna gera flíkurnar einstakar.
Einn daginn mun ég vonandi eignast flík eftir þennan snilling (!)

Ég hef áður talað um Guðrúnu: HÉR

15156836_1236482206374211_5701915047443847110_o

Jólakápa ársins?

15202724_1236482203040878_3722062357139511226_n 15178311_1236482143040884_1079457415180495503_n

*hvísl*
Þessi dásemdar draumajakki kemur í army grænum lit!

Einnig fer Svartiskógur, samstarfsverkefni Postulína x Norr11 í fyrsta sinn í sölu og mig dreymir um eitt slíkt tré. Fallegasta jólaskraut ársins? Margir þekkja jólatréin frá snillingunum Guðbjörgu Káradóttur og Ólöfu Jakobínu Ernudóttur í Postulína en þau koma nú í fyrsta sinn svört, bæði mött og glansandi. Sérstök útgáfa sem verður eingöngu fáanleg í NORR11 en einungis í takmörkuðu upplagi.

15288582_1236482766374155_6209165881450501394_o 15271986_1236482763040822_1533504347161129269_o

Svana á Svart á Hvítu talaði nánar um þetta vel heppnaða samstarfsverkefni: HÉR

Þið sem hafið áhuga á að kíkja við getið lesið meira um málið: HÉR

Langar … (!!)

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #1

Skrifa Innlegg