Nú er mánuður liðinn frá því að við settum í sölu góðgerðabolina fínu. Við fengum ótrúlegar viðtökur og bolirnir sem aðeins áttu að seljast í 100 eintökum seldust margfalt upp !!! Við erum allar í sama liði og ég er svo þakklát fyrir það.
Það hefur verið svo ánægjulegt að sjá ykkur deila myndum á samskiptamiðla og hjálpa þannig til við að dreifa boðskapnum – klappliðið stækkar hratt og örugglega. Við kunnum svo vel að meta allar góðu heimsóknirnar sem við fengum á Laugaveginn, símtölin, snöppin, story og myndirnar á Instagram merktar #konurerukonumbestar.
Verkefnið stendur fyrir jákvæðni og ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari í samfélaginu okkar. Við viljum að konur (og karlar) standi saman og haldi með hvort öðru þegar vel gengur. Áfram við öll! Verum fyrirmynd fyrir okkur sjálf og næstu kynslóð á eftir.
Ég fékk að “stela” þessum Instagram mómentum hér að neðan – TAKK!
Áfram gakk.
xx,-Elísabet Gunnars & AndreA.-
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg