Elísabet Gunnars

ÍSLENSKT Á ANDLITIÐ

BEAUTY

Ég hef oft fengið fyrirspurnir um hvaða snyrtivörur eða húðvörur ég nota en hef ekki verið voðalega dugleg að deila því með ykkur hér á blogginu. Ég er algjör amature þegar kemur að snyrtivörum en veit þó hvað hentar mér og því kannski í lagi að segja ykkur frá víst áhugi er fyrir slíku.

Ég nota afar fáar snyrtivörur og er nú bara stolt af því. Ég veit ekki hvort það sé áhugaleysi, tímaleysi eða leti í þessum efnum sem er orsökin. Ég aðhyllist allavega náttúrulegt útlit dagsdaglega og þykir bara nokkuð vænt um þær hrukkur sem bætast við frá ári til árs.
Það sem ég nota þó daglega er dagkrem. Ég á það til að festast í sömu vörum til lengri tíma. Til dæmis notaði ég sama andlitskremið frá því að ég var 16 ára og þangað til fyrir rúmu ári síðan þegar ég skipti yfir í andlitskrem frá Bláa Lóninu, íslenskt já takk! Ég er svo glöð að ég skipti því Bláa Lóns vörurnar eru allar unnar úr náttúrulegum efnum og ég fann strax frá upphafi að ég var að gera húðinni gott.
Hér sjáið þið fyrstu tómu krukkuna og svo krukku númer tvö (!) ég er alveg hooked!

DSCF7830
Rich nourishing cream 

Hefði ég skrifað þennan póst fyrir ári síðan þá hefði ég líklega sagt ykkur að eini gallinn væri sá að kremið væri örlítið of dýrt. Í dag hef ég skipt um skoðun því að dollann entist mér svo lengi og því verðið ekki eins hátt sé miðað við það. Það gleður mig því að deila minni reynslu. Ég ber kremið á mig einu sinni á dag.

Það er eins og með hönnun þá er ég ekki síður stolt af því að nota þessa íslensku vöru og segi útlendingum það gjarnan. Ég nota líka maskann frá sama merki og á meðan þessi færsla er skrifuð fannst mér við hæfi að draga hann fram. Ég mætti nefnilega vera miklu duglegri að bera hann á mig. Er ekki ágætt að ég minni aðra lesendur á að gera slíkt hið sama? Örugglega aldrei betra en einmitt í kvöld – eftir ferðahelgina miklu. Svo nærandi!

photo 1 photo 2

Hér er ég nýkomin úr sturtu á leið í bælið. Það er kannski í fyrra lagi þetta kvöldið en þið munið að ég er 2 tímar+, pís! Sweet dreams yfir hafið bláa xx
Eitt enn. Sumir segja að maður megi sofa með maskann en ég læt það vera.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

WANTED FRÁ WOODWOOD

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Metta

  5. August 2015

  Hef ekki heyrt að þetta með að sofa með maskann á öllu andlitinu en það er mjög gott að setja maska yfir bólur fyrir svefninn, virkar hrikalega vel!
  Kveðja frá miklum Bláa Lóns aðdáanda + starfsmanni þess :)

 2. Marta

  10. August 2015

  Gaman að lesa! Ég er smá forvitin hvernig þú hugsar um hárið þitt, það er svo fallegt:)