English Version Below
Mér fannst það ekki alveg passa að skrifa um ullardress um hásumar, en þar sem veðrið á klakanum hefur verið frekar grátt þá er það kannski alveg viðeigandi.
Ég er með tvö dásamleg ullardress á óskalista og ekki skemmir fyrir að þau eru bæði íslensk hönnun. Þau eru hlý og góð en samt svolítið fasjón. Ég mátaði dressin í síðustu íslandsferð þar sem ég deildi þeim á story á Instagram og þið voruð margar jafn hrifnar.
Ég er svo stolt af íslensku hönnuðunum okkar þegar ég fæ fyrirspurnir frá útlendingum um íslenskar flíkur sem ég klæðist. Það segir mér að þeir eru að gera eitthvað töfrandi sem nær út fyrir landssteinana. Þess vegna er það alltaf uppáhaldið mitt að klæðast íslensku búsett erlendis, við erum nefnilega öll í sama liðinu :)
Fyrra dressið er þetta svarta fallega sett frá Hildi Yeoman. Útvíðar buxur og víð peysa sem hægt er að nota saman eða í sitthvoru lagi. Líklega flíkur sem þig langar að hoppa í alla daga? Rósa sem er með mér á myndinni klæðist fallega rauðum kjól frá Yeoman.
Seinna dressið heitir Valka Dress frá Geysi og er samsett af þremur flíkum – bolur, buxur og opin síð peysa. Þetta er sett sem hefur vakið mikla athygli enda fallegt út í gegn. Munstrið setur punktinn yfir i-ið.
Peysan varð mín en ég klæddist henni HÉR fyrir áhugasama.
//
The summer is maybe not the right time to write about wool outfits. But the Icelandic summer has been rather cold and gray so I decided to show you anyway.
The first outfit is from the Icelandic designer Yeoman, which recently opened her own shop on Skólavörðustígur. Matching black dress, but you can use it separated also and I think it would be used a lot, so comfortable and warm, but also fashion.
The second outfit is from the Icelandic Geysir and is called Valka Dress. Pants, t-shirt and a long sweater. Beautiful pattern which makes the dress. I bought the sweater which you can see here. The Geysir shops are really cool, they have a mix of great brands and their own design which is inspired by old Icelandic traditions.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg