Ég keypti mér óvænt síðustu miðana á tónleika Bjarkar í Hörpu í gær – datt ekki í hug að það væri laust en þarna biðu okkar síðustu sætin í húsinu þegar ég kannaði stöðuna degi fyrir show, heppin við ..
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaseríunni Björk Orkestral – hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Fjórir tónleikar fara fram og í gær var það flautuseptetinn Viibra og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem tók þátt.
Í hverju var hún?
Það vakti athygli undiritaðrar að sjá íslenska hönnun á hjálparsveinum Bjarkar í Eldborg, Viibra klæddust kjólum frá Hildi Yeoman sem pössuðu einstaklega vel við grænan Valentino kjól Bjarkar – bravó!
Gríma: James Merry ..
Björk hefur alltaf verið þekkt fyrir áberandi klæðaburð og kemst upp með það með meiru ..
Fögru fallegu smáatriði Maison Valentino ..
Stílisti: @eddagud, Förðun: @sunnabjorkmakeup, Hár: @steinunnhairstylist
Myndir: Santiagraphy
Undirfagrir tónar, falleg útsetning, og yfir það heila, einstök upplifun í Eldborg. Takk fyrir tónlistina og takk fyrir tískuna.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg