fbpx

INNISKÓR VIÐ ALLT

MAGAZINETREND

Verða það afaskór í alla pakka þessi jólin? Það er allavega vel við hæfi miðað við það trend sem ég tek fyrir í minni síðustu tískugrein fyrir Lífið, fylgirit Fréttablaðsins í bili.

10595709_10153665091816253_1541191775_nTískan virðist vera á þægilegu nótunum þessi misseri. Náttfata trendið lifir hæstu hæðum og nú virðast inniskórnir eiga að parast við.

Guccifw15
Gucci FW15

Sérfræðingar voru á sama máli að Gucci hefði hannað “it” skó haustsins. Skórinn er opinn og minnir jafnvel smá á gamaldags inniskó frá afa. Hann er þó fíngerðari, með gullkeðju yfir ristina og loði í hælinn sem fullkomna lúkkið og þægindin á sama tíma.

Gucci voru fyrstir en margir hönnuðir fylgdu í kjölfarið á tískupöllum New York borgar fyrir næsta sumar. Þar má nefna Alexander Wang, Balenciaca og Victoriu Beckham.

Alexander-Wang-1280x1920

Alexander Wang SS16

Balenciaga_ss16

Balenciaga SS16

Gucci-1280x1920

 

 

 

Gucci SS16

Victoria Beckham
Victoria Beckham SS16

Inniskór eru því tilvalinn harður pakki undir jólatréð í ár. Við getum haft meðfylgjandi myndir í huga við val okkar. Með skónum sláum við tvær flugur í einu höggi. Þeir hlýja okkur innanhús gegn köldum gólfum á veturna og þegar vora tekur göngum við út í hlýjuna og verðum aldeilis með á nótunum.

Það er mjög líklegt að það verði mikið í þessum stíl sem muni birtast í stærri tískukeðjunum þegar nýjar vörur lenda fyrir sumarið. Kannski er betra að bíða og næla sér í par á viðráðanlegra verði? Undirituð er strax farin á stúfana eftir ódýrari lausnum með þá von að vopni að þeir nái í jólapakkann í næstu viku.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: BABYNEST

Skrifa Innlegg