Vinir mínir hjá iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi hafa síðustu mánuði unnið að samstarfsverkefni sem nú hefur litið dagsins ljós. Empwr peysan fer í sölu á morgun (fimmtudag).
Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og er þetta í fyrsta sinn sem iglo+indi gefur út flík fyrir fullorðna. Allur ágóði sölunnar rennur til reksturs griðastaða UN Women fyrir konur á flótta og er því málefnið virkilega mikilvægt.
Prentið á peysunum er unnið úr mynstri sprottið frá Kamerún þar sem UN Women starfrækja griðastaði fyrir konur á flótta. Þar hljóta konurnar áfallahjálp, nám, atvinnutækifæri, öryggi, kraft og von.
Pressið á play hér að neðan –
PIPAR\TBWA og DÓTTIR gáfu vinnu sína við undirbúning átaksins auk þess sem hljómsveitin East of my Youth lánaði átakinu lagið Stronger.
TEAM iglo+indi öll klædd í EMPWR peysur
Karitas Diðriksdóttir, Höskuldur, Baldvin, Viktoría, Indí og Helga Ólafsdóttir
Í tilefni verkefnisins verður slegið upp partýii á Geira Smart og í portinu (gamla Hjartagarðinum) ef veður leyfir. Þar verður peysan seld í fyrsta sinn. Meira: HÉR
Ég hvet sem flesta til að leggja málefninu lið og styðja þannig í leiðinni við bakið á konum á flótta.
Gangi ykkur vel iglo+indi og UN Women.
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg