fbpx

HVER VERÐA TRENDIN 2015?

TRENDTRENDNET
786967

mbl.is/Á​rni Sæ­berg

786964

mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hver verða trendin á nýju ári? …

… var heiti fyrirlestradags Ímark sem fram fór í Arion banka fyrir helgi. Fólk úr mismunandi geirum fékk orðið og deildi sinni sýn með gestum dagsins. Allir fyrirlesararnir voru áhugaverðir en þó fangaði Daniel Levine mest af athygli minni. Daniel er virt nafn í þessum bransa og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum. Í fyrirtæki sínu, Avant Guide, hjálpar hann öðrum fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða trend verða ráðandi á mörkuðum hverju sinni. Markmið hans er að hjálpa þannig til vði að næla í viðskiptavini og auka sölu.

Hann semsagt fylgist með trendum í öllum brönsum (t.d. markaðssetningu, ferðamálum, fasteignum, tækni, hönnun og tísku o.s.frv.) og reynir að fanga það mikilvægasta. Hægt er að fylgjast með honum á Twitter undir @avantguide.

10928150_10152676732647568_2116766550_n10921923_10152676839387568_1322593053_n

“Það eru ekki þeir stærstu og sterkustu sem lifa af, heldur þeir sem eru fljótastir að aðlagast”
– Charles Darwin

Darwin vissi hvað hann söng og enn eru það þeir hæfustu sem lifa af. Við höfum séð mörg dæmi um stórfyrirtæki sem orðið hafa undir í baráttunni þegar þau hafa ekki verið á tánum.

Árið 2015 munu fyrirtæki keppast um heilli viðskiptavina samkvæmt Daniel. Þjónusta mun skipta sköpum og meira en áður. Daniel nefndi Apple sem gott dæmi um mjög góða þjónustu í dag en þeir bjóða uppá “customer service” sem er til fyrirmyndar. Bæði í verslunum og á neti.

Hann talaði um mörg skemmtileg dæmi og má þar nefna selfie stöngina. Hann vildi meina að hún væri “fad” en ekki “trend”. En það þýðir að vara sé mjög vinsæl yfir tímabil og muni vinsældirnar dvína hratt.

 

Dæmi hver fyrir sig ? Mig langar samt sem áður ennþá í vöruna. Markaðsstjóri Nova, Guðmundur Arnar Guðmundsson, var ekki par ánægður með þau orð en hann var fundarstjóri dagsins.

Áhugasamir geta lesið meira um herra Levine hér. 

10899311_415634868601401_1358661626_n

Takk fyrir mig Ímark  – það væri gaman ef maður hefði tök á að mæta oftar.

xx,-EG-.

ANDREA MAACK X NIKE

Skrifa Innlegg