fbpx

HUGSAÐ UM HÚÐINA

BEAUTYSAMSTARF

Frá því í sumar hef ég loksins hugsað um húðina eins og hún á skilið. Það má alltaf gera betur en ég hef allavega þrifið húðina með Micellar hreinsivatni öll kvöld síðustu vikurnar og  borið á mig næturkrem strax á eftir. Ég hef líka reynt að nota Bioeffect volcanic ecfoliator x sinnum í viku (þegar ég er með farða). Ég skammast mín fyrir að segja það en ég hef því miður verið alltof löt við að þrífa húðina í gegnum tíðina, sama hversu mikið vinkonur mínar reyna að segja mér að það sé nauðsynlegt.
Það er algengur misskilningur, að ég held, að maður þurfi ekki að þvo andlitið ef þú ert ekki með makeup. Flesta daga er ég án andlitsfarða og þá finnst mér eins og ég geti bara tannburstað og hoppað upp í rúm. En það er svo aldeilis ekki þannig! Umhverfi okkar er óhreint og daglegt áreitið á húðina því mikið. Ég finn að ég er að gera eitthvað rétt upp á síðkastið, og finnst frábært að þrifin fari fram með íslenskum Bio Effect vörum sem gera mér svo gott. Eitt skref í einu .. ég stefni á að þrífa hana kvölds og morgna fyrr en seinna. Allt pepp vel þegið!

Sólargeislafilter! Hér er húðin nýbúin að fá EGF day serum.


Bio Effect kynnti nýja hreinsi línu í vor og ég hoppaði strax á vagninn. Ég hef verið að kynnast merkinu síðustu árin og veit hversu góðar vörur þetta eru. Ég notaði dropana (sem er þeirra vinsælasta vara) reglulega en þið sjáið á myndinni hér að neðan að ég þarf að fara að uppfæra mína (tómt glas) .. Einnig hef ég elskað EGF eye serum-ið sem hefur reglulega bjargað þreyttri mömmu. Ég skrifaði um þá vöru í fyrra: HÉR

Uppáhalds Bio Effect varan mín og Gunna (já þessar vörur eru líka fyrir stráka) er DAY serum-ið, vara sem ég set á mig daglega eftir sturtu. Hreinsivatnið fer svo að detta undir uppáhalds vöru líka, fáum ekki hreinni vöru á húðina – tandurhreint íslenskt vatn, mjög rakagefandi og dregur í sig óhreinindi húðarinnar.

Ég mæli með að horfa á Trendnet Instagram story frá því í gær þegar AndreA frá Trendnet fór ásamt fríðu föruneyti í heimsókn í gróðurhúsið þar framleiðslan á vörunum fer fram. Ég hefði svoo viljað fara með. Áhugavert með meiru að komast svona nálægt vörum sem þú notar dagsdaglega. Hlakka til að lesa bloggfærsluna sem mun örugglega birtast um heimsóknina á Trendnet fljótlega.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál

Skrifa Innlegg