fbpx

HREYFING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

HEILSAHREYFING

Samkomubann, dagur nr…. ég er löngu hætt að telja. Ég er næstum því farin að venjast þessum skrítna veruleika með landið lokað. Hér í Danmörku kom nýr skellur í dag þegar búið var að girða af leikvelli fyrir börn, þá dettur sú daglega ferð úr rútínunni og við þurfum að finna uppá einhverju nýju. Að sjálfsögðu gerum við það. Ég ákvað frá fyrsta degi að taka þessu ástandi með jákvæðnina að vopni og mun halda því áfram, það koma auðvitað smá bakslög inná miilli en okkur er að takast þetta nokkuð vel.

Mér finnst frábært að sjá allar þessar hvetjandi heimaæfingar sem svo margir eru að stunda þessa dagana. Ég sé ekkert nema jákvætt við það. Hreyfing í þessu ástandi er nefnilega svo miklu meira en bara hreyfing. Einhverjir hafa gagnrýnt það að Instagram sé að fyllast af þessum æfingum og meira að segja minn maður, Dude With Sign, hélt á skiltinu “Stop Posting Your Home Workouts”. Ég er ósammála honum í þetta skiptið …
Ég reyni að gera eitthvað á hverjum degi, það þarf ekkert að vera mikið – göngutúr er nóg.

Hreyfing er að bjarga geðheilsunni minni í þessu ástandi, en almennt tileinka ég mér hreyfingu í rútínu dagsins eins og þið vitið, hef þar talað fyrir því að við reynum við hálftíma á dag – það er alltaf hægt að finna hálftíma í amstri  dagsins.

Ég birti þessa mynd á Instagram á sunnudaginn þegar ég stoppaði til að hugleiða í miðjum hlaupahring. Mér finnst við Íslendingar svo heppnir að hafa nálægðina við hafið og ég er svo þakklát að hafa það hjá mér líka – þar finnum við svo mikla orku.

Ég er búin að eiga nokkra erfiða daga meðan á kórónuveirunni stendur en þó ég sé jákvæð að mestu leiti þá á ég stundum smá bágt. Á mínum tíu árum erlendis hefur maður aldrei upplifað það að  komast ekki á milli klakans og meginlandsins og við erum smá að berjast við það þessa dagana. Við munum læra svo mikið á þessu …

Hlaup er mín uppáhalds hreyfing. Stundum er ég í stuði og finnst ég geta hlaupið endalaust, aðra daga er ég ekki eins peppuð og þá tek ég bara mínar pásur þegar það hentar og enn aðra daga breytist hlaup í göngutúr. Ef ég hlusta á tónlist þá er það yfirleitt róleg tónlist sem fer í eyrun, stundum engin, … sumum finnst það skrítið, en ég þarf þessa ró.

Út að hlaupa er svo margt. Andleg og líkamleg næring – virkilega þarft þessa dagana.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: HÖLDUM OKKUR HEIMA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Bergmann

    1. April 2020

    Love it! Hreyfing er besta meðalið fyrir andlegu heilsuna <3

    • Elísabet Gunnars

      1. April 2020

      <3 rétt