Hnútur í hárið er einföld lausn að greiðslu inn í helgina, mánuðinn, haustið ….
Þegar sumarið kveður vex stundum upp löngun eftir útlitsbreytingum. Hárið verður oft fyrir valinu og þá þarf ekki alltaf að fara í stórvægilegar breytingar. Búum til ferskara útlit með einföldum leiðum. Við getum byrjað á að skoða greiðslur og leitað þannig af ferskum innblæstri.
Við erum ekki allar með galdra í fingrunum þegar kemur að hári og þá eru einfaldar lausnir vel þegnar. Með því að fletta í gegnum hausttrendin þá er lausnin fundin. Á pöllum hátískunnar mátti sjá svokallað hálft tagl hjá mörgum hönnuðum – einfalt en á sama tíma smart.
Victoria Beckham steig fyrst á stokk og í kjölfarið mátti finna greiðsluna víða. Einu skilyrðin eru að hafa teygju til taks og hár í þeirri sídd að það nái í tagl. Greiðslan er síðan nokkuð frjáls og hægt að poppa hana upp og niður eftir tilefnum. Þægilegra verður það ekki!
Skoðið myndirnar og finnið þann hnút sem hentar ykkur best. Svo er bara að prufa sig áfram.
Hafið í huga að engin aðferð er réttari en önnur.
Teygjan sett í þannig að hann rétt haldist neðst í hári –
Slepptu því að greiða hárið og búðu þannig til tættari hnút –
Það er einfalt að fela teygjuna með því að snúa litlum lokk yfir í lokin –
Notum sléttujárn og greiðu til að ná þessu lúkki –
Greiddu vel í báðum hliðum fyrir fínni tilefni –
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg