fbpx

HJÁLPUM UM JÓLIN !

LÍFIÐ

Það eiga allir (!) rétt á góðum og fallegum stundum um jólin í faðmi vina og fjölskyldu. Að mínu mati er það mikilvægasti þátturinn við jólahaldið.

Ég fékk góða ábendingu frá lesenda um að neyslan væri búin að vera í aðalhlutverki á Trendnet og ekki verið að hvetja fólk til að hjálpa þeim sem hjálpa þarf – takk fyrir ábendinguna !

Það ætti að vera regla að gera eitthvað góðverk um jólin, sama af hvaða stærðargráðu það er. Við sem erum svo heppin að geta haldið jól hjálparlaust getum öll lagt eitthvað að mörkum. Ég hef stundum rekið mig á að fólk veit ekki alveg hvernig það á að snúa sér þegar kemur að þessum málum – vill gefa en veit ekki hvert eða hvernig. Fyrir neðan myndirnar tók ég saman lista yfir hjálparstörf á Íslandi sem gefa fólki möguleikann á að hjálpa öðrum um jólin. Svoleiðis gjöf hlýjar einnig eigin hjarta.

Sunnudagsinnblásturinn er “Jól í faðmi fjölskyldunnar” þennan síðasta sunndag aðventunnar. Þetta eru jólin fyrir mér:

10874078_10152597658672568_282161444_o10850794_10152597658642568_479330979_n10884685_10152597657022568_698665497_nd30ff20d4f9ad4424d90f352bd3e031d61663dd3f3d112dc4bb31fe3485407ef0b4d52f2cee44b155a054b38046c147fb00c070f40a2700fd0be99940c13520092b6ff08d4f6ea99cd4eccaf63a954f910877553_10152597658602568_7667674_nc8c7a27d33b5c90a9bd85dd3e0e6fb5d10877587_10152597656822568_79734716_n10863716_10152597663322568_602621632_n6fcfe0f9fd8e89f29f47fa6d35057a0410850854_10152597669132568_1493664239_nebdb6d0e8554db78184f386f0cc0ac3b2da6b30a5752625f6d698da7bb30914c 2861f26e640db5d9d077fe5d280c9e59 10884601_10152597666587568_878830827_nc10317a04e06c5de26e9b1c2db206916 5da9e3228ba4ff813b93ccc924ad910210884694_10152597663317568_2036164915_n

HJÁLPUM UM JÓLIN !

Fjölskylduhjálp

Fjölskylduhjálp starfar allt árið við að hjálpa fjölskyldum sem ekki ná endum saman, þau hjálpa til með mat, fatnað, lyf o.fl. Nýlega hafa þau byrjað með átakið Íslandsforeldri, þar er hægt að borga 500-2500kr mánaðarlega styrki til fjölskyldna í vanda.

Fjölskylduhjálpin býður síðan uppá Jólaaðstoð 2014 og er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum fjárframlögum inná eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 546-26-6609

Kennitala: 660903-2590

Hjálparstarf kirkjunnar

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar barnafjölskyldur í jólaaðstoð sinni. Markmið aðstoðarinnar er að gera fólki kleift að gera sér dagamun og gleðjast með fjölskyldunni yfir hátíðarnar.

Reikningsnúmer: 0334-26-27
Kennitala: 450670-0499
Söfnunarsími (2500 kr) : 907 2002
Rauði Krossinn
Rauði Krossinn býður uppá frábæran jólagjafa möguleika Gjafabréf til styrktar Rauða krossinum. Þar getur maður gefið vini eða vandamanni þessa fallegu gjöf. Upphæð gjafabréfsins er að eigin vali og greitt með því að leggja inná bankareikning.
Rauði Krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi og býður uppá margvíslega hjálp, þar má nefna Konukot sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur og er fallegt að styrkja yfir hátíðarnar.

Kvennaathvarfið

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.
Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

Enginn á að þurfa að lifa við þessar aðsæður og því mjög gefandi að styrkja málefnið fyrir jólin.

Reikningsnúmer: 101-26-43227

Kennitala: 410782-0229

Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyksnefnd býður einnig uppá jólaaðstoð og er hægt að leggja þeim lið með frjálsum framlögum inná reikninginn hér að neðan.

Reikningsnúmer: 0101-26-35021
Kennitala: 470269-1119

Á Facebook hafa verið settar upp síður til að aðstoða fjölskyldur, þar er aðilum komið saman við fjölskyldur sem þurfa á hjálp að halda og þeirra óskir þannig uppfylltar fyrir jólin.

Hér eru dæmi um nokkrar:

Jólahjálp

Jólakraftaverk

Jólahjálp Norðurland 

Hjálp um jólin – Hafnarfjörður

Matargjafir – Þiggjendur og gefendur á mat

Ég hvet alla til að velja sér eitt málefni og leggja því lið. Það þarf ekki að vera stór upphæð – margt smátt gerir…!

Ég lagði inná Fjölskylduhjálp þetta árið og fer því með gleði í hjarta inní jólahaldið.

Ef þið eruð með önnur málefni sem vert er að taka fram, þá megið þið segja mér það í athugasemd og ég uppfæri færsluna. Hjálpið mér að deila boðskapnum með því að smella á “deila” hnappinn hér niðri til hægri.

Gleðilega hátið.

xx, EG

SMÁFÓLKIÐ: SAMFESTINGUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún Björk Jónsdóttir

    21. December 2014

    Ég mæli með hópnum á Facebook sem heitir Matargjafir. Þar eru þiggjendur og gefendur á mat.

    • Elísabet Gunnars

      21. December 2014

      Móðursystir mín sagði mér einmitt frá þeirri síðu og hennar styrk þar í gegn á dögunum. Síða sem hefði ekki átt að gleymast í upptalningunni hér að ofan. Takk fyrir tipsið, ég hef bætt henni inn.

  2. Sunna

    22. December 2014

    SNILLD! frábær umfjöllun og samantekt :)

  3. andrea

    23. December 2014

    Vantar þarna sýndist mér “gjöf sem gefur”, frábær gjafahugmynd fyrir þá sem eiga allt og skortir ekkert.