fbpx

Hildur Yeoman klæddi margar af skærustu stjörnum Airwaves

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er ný afstaðin þegar þetta er skrifað.  Sjálf naut ég þess að mæta þegar tækifæri gafst og ég pældi í ýmsu fleira en bara tónlistinni sem ómaði á ólíkum sýningarstöðum um borgina. Það vakti athygli mína að sjá allar (margar) af okkar skærustu tónlistar-stjörnum klæðast íslenskri hönnun frá Hildi Yeoman.

 

  GDRN & AUÐUR

Jófríður klæddist hlýralausum pallíettu kjól eftir Hildi Yeoman.

Sigríðu Thorlacius með hljómsveit sinni Hjaltalín í silkikjól frá Hildi Yeoman.

GDRN spilaði í hvítum prentuðum mesh bol og prentuðum pallíettu buxum.
Auður kom fram með henni í svörtum spell mesh bol og buxum sem Hildur sérgerði á hann. Sama snið fæst þó í sölu í kvennasniði.
 AUÐUR hélt svo sína eigin tónleika í Listasafninu þar sem hann var klæddur í silfur pallíettubuxur sem Hildur sérgerði á hann.

Að lokum voru það tónleikar Of Monsters And Men sem lokuðu Airwaves með stæl að mínu mati.

Þar klæddist Nanna nýju bronse pallíettusetti úr smiðju Hildar Yeoman. Ljósin voru geggjuð í Valsheimilinu og unnu vel með pallíettunni sem ég elskaði að fylgjast með glitra yfir æsta aðdáendur.

 

 

View this post on Instagram

 

Iceland!! Thank you so much for welcoming us home for @icelandairwaves and coming out to Fever Dream Day! ?

A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on

Hildur hefur unnið með ýmsum erlendum tónlistarmönnum svo sem Ellie Goulding nýlega sem ég sagði frá HÉR en líka Bebe Rexha, Taylor swift, khruangbin og fleiri.

Undiritaðri finnst æðislegt að sjá að íslenska tónlistarmenn velja sér íslenska hönnun að klæðast á sviði og finnst ekki annað hægt en að deila því með myndum hér á blogginu. Til hamingju Hildur með þessa flottu kynningu frá okkar íslensku stjörnum.

xx,-EG-.

HVAÐ NOTA ÉG Á VARIRNAR?

Skrifa Innlegg