H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn
Góðan daginn frá New York City !
Ég er hér á vegum H&M sem munu brátt hefja sölu á næsta hönnunarsamstarfi sínu í völdum verslunum um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Næsta samstarf H&M er við þekkta ítalska vörumerkið MOSCHINO eins og ég greindi frá HÉR fyrr í haust.
Mér finnst alltaf jafn spennandi og frábær hefð þegar virtir hönnuðir úr bransanum hanna með stærri keðjunum – gefur öllum tækifæri á að eignast hönnunarvöru þegar hún er seld á betra verði. Ég var að glöð að heyra að Jeremy virðist vera sammála mér:
„Ég er ótrúlega spenntur fyrir MOSCHINO [tv] H&M. Ég hef haft það að ævistarfi að tengjast fólki í gegnum tísku og með þessu samstarfi mun ég ná til fleiri en nokkurntíman áður,“ segir Jeremy Scott, listrænn stjórnandi hjá MOSCHINO.”
MOSCHINO hefur verið uppfullt af ferskri orku dægurmenningar síðan Jeremy Scott varð listrænn stjórnandi tískuhússins árið 2013. MOSCHINO [tv] H&M herferðin er byltingarkennd og nýstárleg nálgun á sjónvarpsmiðlun þar sem samfélagsmiðlum og öðrum miðlum er blandað saman í fjölþætta upplifun – ný og heillandi „skyndiupplifun“ í hinum stafræna heimi.
Ég hlakka til að eyða deginum í mikilli tísku dagskrá sem hófst með pressu fundi í hádeginu og endar á gala viðburði í kvöld. Ég er auðvitað í beinni á mínum Instagram aðgangi: HÉR og á Trendnet Instagram aðganginum: HÉR
Sjáumst þar þangað til að ég uppfæri bloggið næst ..
Jeremy Scott heimtaði selfie .. ég lét undan ;)
One take í lélegri birtu er betra en að birta ekki.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg