fbpx

Moschino X H&M

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Byrjum þennan dag á sjóðheitum sænskum tískufréttum … trommusláttur ;)

Ég drakk sunnudags morgunbollann yfir live útsendingu á Instagram aðgangi H&M þar sem tilkynnt var um næsta samstarfsverkefni sænska risans við hátískuhönnuð. Það er enginn annar en Jeremy Scott sem mun hanna næstu samstarfslínu með H&M (!!) Fyrirsætan Gigi Hadid sagði frá fréttunum beint frá tónlistarhátíðinni Coachella í árlegu partý sem hönnuðurinn heldur fyrir stjörnurnar og vel valda vini.

Jeremy Scott er listrænn stjórnandi og maðurinn á bakvið ítalska tískuhúsið Moschino og hafa margir kallað hann “Andy Warhol of Fashion” eða síðasta uppreisnarsegginn innan tískuheimsins. Það er gaman að lesa söguna af hans upphafi í tískubransanum en hann flutti ungur til Parísar með draum um að vinna fyrir stórt tískuhús. Það fór ekki betur en svo að hann endaði á því að sofa í neðanjarðarlestunum. Í hörðum tískuheiminum í París virtust allar dyr lokaðar og ákvað hann því að stofna eigin merki og hélt fyrstu tískusýninguna á bar þar sem flíkurnar voru gerðar úr endurunnum efnum og sjúkrahús sloppum. Línan vakti hins vegar svo mikla athygli að Colette ákvað að nýta hana sem útstillingu í gluggum verslunarinnar.

Tveimur árum síðar var það okkar kona. Björk, sem hjálpaði honum uppá stóra sviðið. Hún elskaði “Total White” línuna hans og fékk hann til að hanna allan hennar fatnað á tónleikaferðalagi það árið. Jeremy hefur síðan klætt stórstjörnunar hverja af annarri – Katy Perry, Madonna, Nicki Minaj og Lady Gaga sem dæmi. Þá sagði Karl Lagerfeld að Jeremy væri eini maðurinn sem gæti tekið við Chanel eftir að hann hætti störfum.

Semsagt – risa nafn í þessum blessaða tískubransa!

H&M hefur nú unnið með hverjum stóra hönnuðinum á fætur öðrum og bætist Scott nú í þann hóp. Eins og áður gefur keðjan fólki tækifæri á að kaupa hátískuhönnun á sanngjörnu verði og þá held ég að þetta sé einnig mjög góð markaðssetning fyrir hönnuðina sjálfa sem ná til nýs markhóps.

Ég er byrjuð að telja niður! Línan fer í sölu 8 nóvember, þar á meðal á Íslandi!
//

The next H&M collaboration will be with Jeremy Scott. One of the biggest names in the fashion industry and the creative director of the Italian fashion house, Moschino.

The collection will hit the stores the 8th of November and I can’t wait!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GEYSIR - KARLMENN & KONUR

Skrifa Innlegg