Mánudagsmorgun gaf mér þetta vinnu umhverfi sem ég er afskaplega þakklát fyrir. Svana skilaði kveðju fá Köben um leið og við lentum og hér erum við búnar að njóta vel í skandinavískri sælu um helgina, langþráðir danskir frídagar. Í dag var tími til kominn að gera loksins eitthvað að viti í vinnu og sú stund byrjaði eldsnemma með tölvuna í fanginu hér –
Það er ekki hægt að segja að útsýnið sé neitt voðalega slæmt í þetta sinn
Sloppur: Mango, Inniskór: Chloé, Hundur: Flóki
Húsið sem við gistum í er eitt af eignum Vipp sem rekur þessar persónulegu hótel-íbúðir í Kaupmannahöfn og nágrenni – dásamlegt concept og eitt orð yfir útkomuna, VÁ!
Chimney House var okkar heimili um helgina. Hér eru nokkrar fleiri myndir –
Takk Svana fyrir að leyfa okkur að koma með í þessa höll.
VIPP á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar að danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. VIPP ruslafatan er klassísk hönnun sem enn þá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan, vöruúrval VIPP hefur þó stækkað töluvert og má þar finna í dag fallega hannaðar eldhúsvörur ásamt þekktu baðherbergislínunni. VIPP stendur fyrir danska hönnun og mikil gæði.
Trúi ekki að það sé tékk át seinna í dag og að ég sé að fara að kveðja elsku ferðafélagana mína en ég mun halda aðeins áfram í Kaupmannahöfn þar sem ég á tvo fundi í vikunni. Pakka og koma mér á hótel er næst á dagskrá …
Hlýjar kveðjur í dásamlega veðrið heima á Íslandi
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg