fbpx

HEIMSÓKN: WON HUNDRED

HEIMSÓKN

English Version Below

Þið sem fylgið Trendnet á Instagram gátuð fylgst með Köben heimsókn minni í gær í beinni á Story. Helgi Ómars kom með mér og mun örugglega koma með sína upplifun á sitt blogg síðar.

Eins og lesendur mínir vita þá reyni ég að vera dugleg að heimsækja showroom fyrir íslensk fyrirtæki og kynnast þannig þeim merkjum sem eru í sölu á klakanum okkar. Won Hundred er merki sem ég hef fylgst með síðustu árin eða síðan að GK Reykjavík tók það í sölu á Laugaveginum. Ég á og elska gallabuxur frá þessu merki og titlaði þær sem mínar bestu buxur í bloggpósti hér um árið. Ég stend enn við þau stóru orð, háar í mittið og móta rassinn á einhvern góðan máta ;)

Það var sumarlínan sem hékk á slánum í gær og ég valdi úr mínar uppáhalds flíkur til að sýna ykkur. Línan ber nafnið Promotion og er skipt niður í nokkra parta þar sem ólík efni og munstur fá að njóta sín, kannski ólíkt því sem gengur og gerist í fatalínum almennt þar sem sama flæðið er látið njóta sín í gegnum heildina. Það er falleg saga sem gefur okkur svarið við þessum uppruna en yfirhönnuður Won Hundred var staddur í París að kaupa efni þegar hann labbaði inn í Vintage verslun og heillaðist gjörsamlega af því sem var í gangi. Andinn þar gaf honum innblástur sem hann tók með sér í hönnun sumarlínunnar sem heppnaðist vel. Sumarlínan heitir því eftir þessari tilteknu verslun, Promotion. Við þurfum kannski að gera okkur ferð þangað ef við eigum leið um París!

Ég leyfi myndunum að njóta sín –

//

I paid a visit to the Won Hundred showroom in Copenhagen yesterday. They showed me the SS18 collection which is inspired by a Parisian vintage shop called Promotion – which is also the name of the collection. You can really see the second hand, rock influence and I think it’s an exiting look. I look forward to see how people will react.

 

Won Hundred eru þekktir fyrir leðurjakkana sína – í sumarlínunni bæta þeir stjörnu og hafa rautt fóður – punktar sem gera mjög mikið.

Mér finnst ólíklegt að þessar buxur verði pantaðar en dressið kallaði á mig og ég varð að fá að prufa. Þið sem fylgdust með á Trendnet story sáuð að hægt er að renna hliðinni sem geymir sömu skilaboð og eru á bakinu á jakkanum – promotion.

Nude on Nude .. Elísabetarlegt dress út í gegn. Kápan er dásamleg og má gjarnan verða mín.

Þarna mátaði ég í fyrsta sinn nýtt snið af gallabuxum frá merkinu. Þessar heita Pearl og ég er heilluð.

Rauði bolurinn er úr herradeildinni og kemur líka í svörtu. Mér finnst þetta alveg lúkka.

Öll þessi litlu smáatriði á skyrtunni !! Síðu ermarnar og hvernig þær eru teknar saman, klaufinn á hliðinni og svo framvegis ..

Denim við allt ..

Það sést ekki á myndunum að blái liturinn í efninu er úr glimmeri …

Sneakers sem verða örugglega á óskalista margra fyrir vorið ..


Þetta eru eins buxur og ég á og hef talað svo vel um. Marilyn held ég að þær heiti ..

Síðustu þrjár myndirnar sýna vörur úr haust og vetrarlínunni. Kápan og peysan eru því væntanlegar í GK á næstunni og gallabuxurnar eru líka flíkur sem eru alltaf í sölu.

 


Takk fyrir okkur Won Hundred og GK Reykjavík.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: ÚTSALA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    30. July 2017

    Svo fínt allt saman! xxx