fbpx

HEIMSÓKN: LINDEX SS18

HEIMSÓKNSHOP

Ég heimsótti sýningarherbergi Lindex í Stokkhólmi um helgina. Á slánum að þessu sinni hékk sumarlínan 2018 og kemur innblásturinn frá París og áhrifin skína svo sannarlega í gegn.
Eins og alltaf í svona heimsóknum þá vel ég mínar uppáhalds flíkur og í þetta sinn átti ég svolítið erfitt með það þar sem línan er einstaklega vel heppnuð, einföld en með twisti – eins og ég vil hafa það þegar kemur að klæðnaði.

“Persónulegur stíll umfram tískutrend er að verða mikilvægara. Þetta tímabil snýst um að vera kvenleg á þann hátt sem þú kýst sjálf, að tjá þinn eigin stíl í þægilegum og endingargóðum fötum “segir Pia Ekholm, yfirhönnuður og innkaupastjóri dömudeildar Lindex

Í línunni eru kvenlegar flíkur með áherslu á mittið og berar axlir. Navy blár, beislitaður og kremhvítur er grunnliturinn, ljósblár, rauður og gulur minna á ferskleika vorsins.

Lykilflíkurnar eru bómullarskyrtur, röndóttir bolir, gallabuxur og sumarjakkinn með nýjum smáatriðum og í ferskum lit eins t.d. rauði Trenchfrakkinn sem er ómissandi til að setja punktinn yfir i-ið.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli –

//

I spent my weekend in beautiful Stockholm with my family – we got great weather and had a wonderful time. On Friday I visited the Lindex Showroom and tried out some of my favorites from the summer collection. The collection is very feminin, inspired from Paris and I can say that I was really impressed.

Þessi dragt verður uppseld um leið og hún mætir til Íslands miðað við öll viðbrögðin sem ég fékk. Hún er vissulega mjög Elísabetarleg og ég elska hana eins og ég sagði í beinni á Trendnet story.

Elísabet Gunnars í kjól? Sjaldséð sjón en þessi gæti aldeilis gengið og hægt að dressa upp og niður eftir tilefnum ..

Meiri doppur – í þetta sinn létt blússa við fjólubláar buxur sem þið sjáið í gráu á næstu mynd hér að neðan.

Hæ fíni bast hattur í mjög góðu sniði ..

Næst vinsælasta flíkin (miðað við fyrirspurnir á story og mail) eru þessar gallabuxur sem eru mjög mikið fasjón. Ég var svo heppin að fá að taka þær með mér heim. Sólgleraugun eru líka komin á óskalista undiritaðar.

Stella McCartney lookalike við hvítar gallabuxur í lausu sniði. Þið munið eflaust eftir sambærilegri blússu/kimono sem ég klæddist í haust: HÉR 

Fallegur fylgihlutur .. flöskugrænt veski með smáatriði.

Langaði en náði ekki að máta þessar röndóttu gallabuxur sem hengu uppá vegg ..

Rauð kápa sem gerir lúkkið –

Rautt á rautt –

Einhverjir myndu segja að rendur á rendur væri algjört no no … ekki ég!

Takk fyrir mig Lindex! Sumarlínan er væntanleg í búðir 1 febrúar og eins og áður er Ísland alltaf á sama tíma og með jafn mikið úrval – vúhú!
Þið getið séð meira frá heimsókninni í story á Trendnet Instagram: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

@elgunnars á Instagram – HÉR

TEKK HÆÐ Í SAFAMÝRI

Skrifa Innlegg