Ég heimsótti showroomið hjá 66°N fyrir nokkru síðan.
Ég er hrifin af hönnun þeirra og hlakka alltaf til að sjá hvað þeir gera næst. Hvaða skref þau taka með línur sína og nýjungar en líka hvernig gengur með þær vörur sem að alltaf eru í sölu. Sem dæmi var ég svo ótrúlega ánægð með samstarfið þeirra við Munda og mikið vona ég því að þeir eigi eftir að halda því árlegu hjá sér – að styðja við íslenska hönnum með þessu móti.
Ég þori að fullyrða að 66 er það vörumerki sem að er orðið hvað stærst erlendis af íslenskum vörumerkjum í fatabransanum. Búsett í Svíþjóð í 3 ár og svo hér í franska á eftir því lætur mann rekast á merkið þegar að maður á síst von á því. – Og þá eins og áður, fyllist maður stolti af því sem að vel er gert hjá samlöndum sínum.
Það er búið að vera eins og hellt sé úr fötu síðustu daga hér í franska.
Frá því að ég mátaði hjá þeim í 66 hef ég verið að hugsa um að fá mér eina regnkápu fyrir nákvæmlega þessa daga sem að ég er að upplifa núna. En svo gleymi ég því alltaf á góðu dögunum og læt því aldrei verða af því.
Hver af þessum hér að ofan finnst ykkur flottust? Eins og staðan er núna langar mig mest í þessa grænu, ég fýla alveg hattinn líka en kannski er það fullmikið saman. Svo finnst mér svarta alveg fullkomin því að hún passar auðvitað við allt. Appelsínugula er ótrúlega æpandi í þessum típiska sjóara lit(sést ekki nógu vel á myndunum hjá mér) sem gerir hana dálítið kúl.
Hmm .. Ég er með valkvíða.
Ef að þið hjá 66 lesið þetta. Þá megið þið senda mér eina svona húfu. Það er eitthvað við hana ….
Annars er að hlýna og sú gula sýnir sig á spánni svo ætli ég fari ekki að hugsa um þetta aftur á næstu rigningardögum.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg