fbpx

HATRIÐ MUN SIGRA

Fötin í færslunni eru gjöf og lán frá merkinu “AndreA”.

Það var gaman að fylgjast með Eurovision lúkkum helgarinnar sem mörg hver innihéldu leður og keðjur í margskonar útfærslum. Hatarar kveiktu einhverskonar BDSM trend í Íslendinga sem tóku þemað alla leið á laugardaginn – #hatridmunsigra
Ég hélt mig niðrá jörðinni en klæddist samt svörtu frá toppi til táar, með smá rómantík á tánum. AndreA er í heimsókn hjá mér í Danmörku og ég rótaði í töskunni hennar (sorry Andrea) eftir nýjum topp við buxurnar mínar sem ég hef ofnotað í marga mánuði, líka úr hennar hönnun. Buxurnar eru ennþá til og toppurinn kemur í sölu, í nokkrum litum, núna í vikunni: HÉR

Sólgleraugu: WERA Stockholm
Glas: Frederik Bagger/Norr11
Toppur: AndreA
Buxur: AndreA
Belti: &OtherStories
Skór: H&M

Við buðum íslensku handboltafjölskyldunni í Eurovision partý, planað með engum fyrirvara og vá hvað var gaman! Veðrið hjálpaði helling en mikið sem það er yndislegt þegar hægt er að sitja úti svona langt fram á kvöld – allir nutu sín vel – börn og fullorðnir.

Það má eiginlega segja sem svo að hatrið hafi sigrað, ekki satt?

xx,-EG-.

ÁHRIFAVALDUR / FRÁHRIFAVALDUR

Skrifa Innlegg