fbpx

HANDTASKA HAUSTSINS

FASHIONMAGAZINETREND

1taska

Minna er meira eru orð sem við getum haft í huga í töskukaupum þetta misserið. Ég fer nánar yfir málið í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins þennan ágæta föstudag.

StellaMcCartneyhandtaska

Stella McCartney 14/15

Töskur eru einn af mikilvægustu fylgihlutum kvenna, nánast alltaf með í för og getur gert mikið fyrir lúkkið. Í haust eru handtöskurnar að skreppa saman og eiga nú að hanga í hendi eða nálægt öxl samkvæmt tískuspekingum. Veskið minnkar og böndin eru að styttast, ef þau eru til staðar yfir höfuð.

Þetta er jákvæð breyting að því leitinu til að það veitir meira öryggi í stórborgum gagnvart vasaþjófum. Að kona haldi á veski nær sér sýnir að hún sé í góðu jafnvægi og ekki að flýta sér of mikið í amstri dagsins. Hún er samt sem áður á ferðinni en virðist ekki þurfa jafn mikið meðferðis. Margar kannast við að bæta stöðugt ofan í töskuna og vera með stútfulla tösku af hlutum sem við höfum enga þörf fyrir? Undirituð þekkir slíkt að eigin raun.


Louis Vuitton - Fall 2015
Louis Vuitton haust 2015

Marni2015
Marni haust 2015

Balenciaga FW15 10
Balenciaga haust 2015

Chanel FW15 21

Chanel haust 2015

Loewe FW15 10

Loewe haust 2015

Minna er yfirleitt meira og með þessu trendi lærum við kannski að skipuleggja betur hvað þarf og hvað má missa sín þegar við höldum út í daginn. Þó handtöskurnar í þessu sniði sýni meiri mýkt þá er það samt sem áður sá fylgihlutur sem gefur merkinguna “buisness” sé hann paraður saman við réttu flíkurnar.

Það má vel nota eldri töskur og stytta í þeim böndin með áberandi hnút á hliðinni, þannig náum við samskonar lúkki. Ef við viljum nýja og ferska þá eru meðfylgjandi hugmyndir úr íslenskum verslunum.

VeroModa

 Vera Moda ANDREABYANDREA

AndreA by AndreA

GK REYKJAVIK

CK frá GK REYKJAVIK

PU4W-650x650HRÍM EINVERA
Einvera

762-107s

NEXT

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉ

LÍFIÐ: LINDEX X GLAMOUR

Skrifa Innlegg