fbpx

HALLÓ ÍSLAND

LÍFIÐ

Halló Ísland!

Mikið var það sérstakt að fara í gegnum Kastrup sem var eins og draugabær að þessu sinni. Í Danmörku var ég nánast búin að gleyma ástandinu – þar sem búið er opna veitingastaði og kaffihús og lífið hægt og rólega að komast á svipað ról og áður. Þetta ferðalag var þó heldur betur áminning og var smá eins og við værum dottin inní einhverja hamfara bíómynd. Fyrir ykkur sem eruð á ferðinni þá er ágætt að geta þess að það er bókstaflega ALLT lokað á Kastrup og því mikilvægt að undirbúa nóg af nesti.

Það er svo góð tilfinning að vera lent á klakanum eftir þetta sérstaka ferðalag til landsins, sem gekk þó mjög vel. Ísland er svo sannarlega til fyrirmyndar þegar kom að Covid skimun á Keflavíkurflugvelli og þetta gekk vel og hratt fyrir sig.

Það er dásamlegt að geta knúsað fólkið sitt loksins – þó það sé í rigningu og 10 gráðum eins og staðan er þegar þetta er skrifað.

Gunni: Skór: Stan Smith, Buxur: Han Kjøbenhavn, Bolur: Mr. Porter, Gríma: frá augnlækninum
Ég: Skór: Arket, Hjólabuxur: Weekday (mjög gamlar, allavega 10 ára) , Skyrta: Arket (af Gunna), Pungur: Prada (Ný kaup)

Sjáumst á ferðinni! Kannski HÉR í kaffi og Croissant í dag?

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐAN DAGINN

Skrifa Innlegg