fbpx

HÆ FRÁ HAMBURG

LÍFIÐ

Hæ frá Hamburg.

Ég valdi það að taka lestina heim frá Þýskalandi eftir vikudvöl hjá Gunna í Göppingen. Þó ferðalagið sé heldur langt, alveg heill dagur, þá eru lestar uppáhalds ferðamátinn minn og ferðalagið hefur gengið glimrandi vel hingað til. Já kannski fyrir utan það að fyrstu lestinni var aflýst rétt fyrir brottför. En það reddaðist … það reddast alltaf allt ;)

Sushi í sólinni í þennan klukkutíma sem við GM (besti ferðafélagi) bíðum eftir næstu lest sem ferjar okkur heim til Danmerkur. Mikið var erfitt að kveðja Gunna en mikið verður samt gott að komast heim í danska dejliga kotið okkar.

Bestu kveðjur í bili, frá … já, einhverstaðar í Þýskalandi erum við.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞÝSKU MATARMARKAÐARNIR Í UPPÁHALDI

Skrifa Innlegg