Það verður án efa öðruvísi Verslunarmannahelgi í ár, án fjöldasamkoma. Samt sem áður hafa útileguhjörtu landans líklega aldrei slegið jafn mikið í takt. Það er því við hæfi að vekja athygli á heitasta trendi tískupallanna – gúmmístígvélum. Þau ganga bæði heima sem og í útileguna og ef marka má hátískuna þá fáum við gullið tækifæri á að vera “in” við íslenskar aðstæður – þegar það fer að kólna þá má bæta ullarsokkunum við.
Það var ítalska merkið Bottega Veneta sem voru fyrstir á stjá í stígvélum þegar þau sýndu haustlínu sína í Mílanó. Vörumerkið kom á óvart með umhverfisvænum gúmmískóm, paraðir við pallíettu kjóla og dragtarbuxur, fáir höfðu séð það fyrir og rekin voru upp stór augu.
Daniel Lee, yfirhönnuður merkisins, sýndi stígvél úr niðurbrjótanlegu gúmmíi sem gert er úr sykurreyr og kaffi, efnum sem eyðast í náttúrunni eða í endurvinnslu á lífrænum úrgangi. Þessu þykku gúmmístígvél urðu fljótt að vinsælu umræðuefni.
Bottega Veneta AW20
Á eftir komu Prada, Versace, Boss og Dior svo eitthvað sé nefnt ..
Versace AW20
Boss AW20
Prada AW20
Skrifa Innlegg