HönnunarMars, dagur 1.
Til hamingju Ísland með okkar frábæru hönnunarhátíð – það er magnað að vita til þess að hátíðin sé búin að lifa svona lengi og að mínu mati hefur hún stækkað og bætt sig ár hvert. Í dag vilja hönnunarþyrstir ekki missa af þessum mikilvægu dögum, þar er ég auðvitað ekki undanskilin.
Dagskráin er uppfull af áhugaverðum viðburðum um alla borg og ég ætla mér að reyna að sækja þá marga en því miður kemst ég aldrei yfir eins mikið og ég hefði óskað. Við hjá Sjöstrand stöndum fyrir okkar fyrsta viðburði á Hönnunarmars þetta árið í samstarfi við Studio Allsber og svo tók AndreA saman mjög góðan lista af tískutengdum viðburðum – færsla sem ég elskaði að sjá því það er svo mikilvægt að stokka aðeins niður og merkja við must see sem henta hverjum og einum í þessu breiða útboði.
Ég byrja daginn hér, blogga frá Design Talks í Hörpu þar sem ég fagna bæði því að hátíðin sé hafin en líka manninum mínum sem á afmæli í dag <3
//
Happy Design March & Happy B day my love Gunnar Steinn.
Samfestingur: Baum und Pferdgarten, Skór: Converse … lofa að mæta í íslensku á morgun ;)
Góði partner ..
Hönnunarmars í Hörpu ..
Sjáumst á ferðinni, skoðið dagskrá næstu daga HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg