fbpx

GALLAR HJÁ GANNI

FASHION WEEK

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er senn á enda og ég tók þátt í dönsku veislunni. Persónulega var ég hvað spenntust fyrir sýningu GANNI sem stóðst allar mínar væntingar. Sýningin fór fram í stórri verksmiðju sem búið var að búta niður í nokkur runway. Það var þétt setið af flottu fólki og ég naut þess vel að skoða mann og annan fyrir og eftir sýningu.
Á pöllunum sáum við liti, sem er ekki alltaf raunin fyrir þennan tíma árs – munstur á munstur, kúrekastígvél, stutta lakk jakka, gönguskór við væmna kjóla og GALLA. Heilgallar voru mjög áberandi eins og reyndar í fleiri sýningum hátíðarinnar að þessu sinni. Ég veðja á þá flík sem eitt af stærri trendum næsta hausts og tek því trendi mjög fagnandi enda sjálf hrifin af þessari þægilegu lausn sem hægt er að dressa upp og niður.

//

I had a one day trip to Copenhagen to take part of the CPHFW. It’s always a pleasure and the Ganni show was the one I was most exited about and of course they delivered. I think Ganni has become a favorite among lot of Scandinavians and I am one of them – they have some good mix of elegance and simplicity. We saw colors, print on print, dots, cowboy boots and jumpsuits with twist, which I thin will be the big trend of the autumn.

Ganni fæst í Geysi á Íslandi og því stutt fyrir okkur á klakanum að nálgast þessa fallegu dönsku hönnun. Ég reyni örugglega að heimsækja sýningaherbergi þeirra á næstunni og tek þá út línuna eins og hún leggur sig. Þangað til getið þið séð meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: KLÆÐUMST SVÖRTU

Skrifa Innlegg