Kraftaverkadrengurinn Erik Fjólar bræddi hjarta mitt í morgun þegar ég hitti hann óvænt með ömmu sinni og föðursystur á Gló. Erik er sonur vina minna, Fanneyjar og Ragnars, sem þessa dagana glíma við erfitt verkefni sem áhorfendur Íslands í dag fengu að kynnast. Fanney greindist með krabbamein síðasta sumar og hefur síðan þá barist hetjulega við þennann ósanngjarna sjúkdóm sem því miður hefur tekið hratt yfir líkama hennar. Fanney er engri lík með sinn lífsvilja og orku sem smitar út frá sér. Ég get ekki annað en mælt með viðtalinu við þau og deili innslaginu hér að neðan. Hafið pappír við hönd þegar þið pressið á play.
Eins og flestir vita þá er gríðarlegt fjárhagslegt tjón og álag sem fylgir þessu – kostnaður, vinnutap o.s.frv. Það er alveg hræðilegt að þurfa að hafa fjárhags áhyggjur samhliða svona baráttu og því ættu sem flestir að leggja þeim lið. Gamla góða “margt smátt gerir eitt stórt” á svo sannarlega við.
Ég fór á stúfana í dag til að reyna að leggja mitt að mörkum. Takk Lindex á Íslandi fyrir að hjálpa mér að styrkja þau um 100.000 krónur fyrr í dag, takk Libero/Nathan & Olsen fyrir bleiurnar sem þið ætlið að gefa þeim og mikið vona ég að fleiri sjái sér fært í að leggja þeim lið með einum eða öðrum hætti.
Í myndbandinu komu fram styrktar upplýsingar og skil ég þær líka eftir hér:
R.nr: 0536-26-170487
Kt: 100387-2209
Kass: 866-0851
Aur: 866-0851
Það er ekki svo langt síðan að ég deildi viðtalið við hinar hetjurnar mínar Ástrósu fænku mína og Bjarka og vonandi mun ég ekki þurfa að deila fleiri svona myndböndum í bráð. Ég ber svo ótrúlega mikla viðringu fyrir þeim styrk sem bæði Bjarki og Fanney bera með sér. Lífið er núna <3 það er ágætt að minna sig á það mjög reglulega.
Gangi ykkur áfram vel, elsku fallega fjölskylda.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg